Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 20:01 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira