„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 15:38 Katla Marín deilir mynd af Lindu ömmu sinni í uppáhaldsgarðinum hennar að horfa á sólina setjast að kvöldi til. Fjölskyldan eigi endalaust af fallegum minningum í íbúðinni sem hún haldi fast í. Katla Marín Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42
Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31