Segir ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með Eiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 12:30 Stundin þegar Eiður Smári kom inn á fyrir pabba sinn gegn Eistlandi fyrir 24 árum. youtube Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1. Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1.
Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00