Segir ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með Eiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 12:30 Stundin þegar Eiður Smári kom inn á fyrir pabba sinn gegn Eistlandi fyrir 24 árum. youtube Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1. Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Arnór Guðjohnsen segir að það hafi verið ólýsanleg vonbrigði að ná ekki að spila landsleik með syni sínum, Eiði Smára. Þann 24. apríl 1996 lék Eiður sinn fyrsta A-landsleik af 88 þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir pabba sinn í 0-3 sigri á Eistlandi í Tallin. Ekkert varð af því að þeir spiluðu landsleik saman því Eiður meiddist illa í leik með unglingalandsliðinu skömmu síðar og næsti leikur hans með A-landsliðinu var ekki fyrr en haustið 1999. Arnór ræddi um vonbrigðin að ná ekki þeim merkilega áfanga að spila landsleik með syni sínum í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Ég sagði einhvern tíman frá því í belgísku sjónvarpsviðtali að þetta væri draumurinn. Þá var Eiður bara níu ára en maður sá í hvað stefndi hjá honum og ég hugsaði að þetta væri raunverulegur möguleiki ef ég væri þrjóskur og héldi lengi áfram,“ sagði Arnór í viðtalinu. „Eftir leikinn þar sem hann kom inn á fyrir mig fékk ég hringingar frá fjölmiðlum um allan heim. Kína, Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta hefði orðið rosalegur viðburður ef við hefðum síðan byrjað saman inn á. Sá leikur átti að vera á heimavelli gegn Makedóníu mánuði síðar. Svo brotnar hann á milli þessarra leikja og ég get ekki lýst svekkelsinu almennilega en það var það mikið.“ watch on YouTube Í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld í vor greindi Logi Ólafsson, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, að stefnan hafi verið sett á að Arnór og Eiður myndu spila saman í umræddum leik gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum. En KSÍ og örlögin hafi gripið í taumana. „Ég er reyndar með það á samviskunni að láta þá aldrei spila saman í alvöru landsleik,“ sagði Logi. „Það gerðist nú bara þannig að við vildum hafa þetta þannig að fyrsti landsleikur þeirra saman væri á Íslandi. Hann kom inn á fyrir pabba sinn á móti Eistlandi. Síðan ákveður KSÍ það að Eiður eigi að fara með undir átján ára landsliði Íslands til Írlands. Þar ökklabrotnar Eiður og var frá knattspyrnu í nokkur ár. Þá var Arnór fallinn á tíma. Því miður. Þetta var leiðinlegt og það er stundum erfitt að sjá ekki fyrir óorðna hluti því þá lendur maður í svona.“ Þótt Arnór og Eiður hafi ekki náð að spila saman spiluðu þeir einu sinni á móti hvor öðrum. Það var í bikarleik KR og Vals 1. júlí 1998. Eiður lék þá með KR og Arnór með Val. KR-ingar unnu leikinn, 4-1.
Íslenski boltinn Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. 29. október 2020 11:00