Ekki talin þörf á útgöngubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 10:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira