Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2020 20:00 Kýrin Staka, sem er einstakur gripur enda mjólkar hún og mjólkar eigendum sínum til mikillar ánægju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira