Njósnir Liverpool um Ísak Bergmann í slúðrinu hjá BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:30 Ísak Bergmann Jóhannesson í treyju Norrköping en svo gæti farið að félagið selji strákinn á næstunni. Instagram/@ifknorrkoping Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020 Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020
Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira