Njósnir Liverpool um Ísak Bergmann í slúðrinu hjá BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 09:30 Ísak Bergmann Jóhannesson í treyju Norrköping en svo gæti farið að félagið selji strákinn á næstunni. Instagram/@ifknorrkoping Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020 Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Sjá meira
Þær verða háværari og háværari fréttirnar frá Svíþjóð um áhuga stórliðanna á íslenska unglingalandsliðsmanninum Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sænsku blöðin Expressen og Aftonbladet fjalla bæði um njósnir Liverpool og áhuga liða eins og Manchester United og Juventus á stráknum. Þetta ratar síðan alla leið inn í slúðrið hjá breska ríkisútvarpinu í dag. Liverpool are believed to be the latest club to scout Iceland Under-21s midfielder Isak Bergmann Johannesson.Latest football gossip https://t.co/puOX4Nkuho #bbcfootball #LFC pic.twitter.com/b0M3VWTDgw— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Expressen talar um áhuga risalið á tveimur ungum leikmönnum í sænsku deildinni, hinum sautján ára gamla Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá IFK Norrköping og hinum átján ára gamla Paulos Abraham hjá AIK. Expressen segir frá fréttum af því að bæði Manchester United og Juventus hafi sent sína njósnara til að sjá Ísak Bergmann spila. Stóru liðin hafa ekki sama áhuga á Paulos Abraham sem er orðaður við lið eins og Fiorentina og Feyenoord. Stig Torbjörnsen, yfirnjósnari IFK Norrköping, ræddi komu njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping en þar var á ferðinni maður að nafni Mads Jörgensen. „Þú getur nefnt öll tíu bestu félögin í Evrópu. Það hafa allir komið til að skoða hann og þau eru öll forvitin. Þannig virkar þetta þegar svona ungur leikmaður spilar vel í svona langan tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. „Hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands og saga Norrköping með unga leikmenn er vel þekkt. Liverpool er eitt af þessum félögum en það eru önnur líka. Þetta er bara skemmtilegt fyrir félagið sem og fyrir Ísak sjálfan,“ sagði Torbjörnsen en getur Norrköping haldið Ísaki í vetur. „Það er erfitt að segja. Félag með mikla peninga getur birst á morgun eða eftir sex mánuði. Það góða er að Ísak er rólegur yfir þessu. Hhann fær góð ráð og á góða fjölskyldu. Það er ekkert stress hjá Norrköping og það mikilvægasta er að taka rétta ákvörðun og taka sinn tíma,“ sagði Stig Torbjörnsen við Expressen. 17 year-old Ísak Bergmann Jóhannesson in his first full season for Norrköping in the Allsvenskan: 23 Games 3 Goals 8 Assists In the last week both Liverpool and #MUFC have sent scouts to watch the young Icelandic U21 international. pic.twitter.com/BegpsU3K4X— Soccer Manager Games (@SoccerManager) October 27, 2020
Enski boltinn Sænski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Sjá meira