Smíði nýrrar brúar að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2020 22:11 Tölvugerð mynd af væntanlegri brú á hringveginum um Sólheimasand. Ofar sést afleggjarinn að Sólheimajökli. Vegagerðin Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Brúin, hringvegurinn og gatnamótin að Sólheimajökli. Horft er til vesturs í átt að Skógum.Vegagerðin Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður tvíbreið og 163 metra löng, fjórum metrum lengri en gamla einbreiða brúin, sem er 159 metra löng.Vegagerðin Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.´ Séð ofan á nýju brúna.Vegagerðin Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Nýja brúin á að vera tilbúin í nóvember á næsta ári. Þá þurfa ökumenn ekki lengur að stöðva við brúarsporðinn til að bíða eftir bílnum, sem kom á undan á móti, ljúka akstri yfir brúna.Vegagerðin Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa: Samgöngur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01 Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11 Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49 Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Brúin, hringvegurinn og gatnamótin að Sólheimajökli. Horft er til vesturs í átt að Skógum.Vegagerðin Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður tvíbreið og 163 metra löng, fjórum metrum lengri en gamla einbreiða brúin, sem er 159 metra löng.Vegagerðin Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.´ Séð ofan á nýju brúna.Vegagerðin Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Nýja brúin á að vera tilbúin í nóvember á næsta ári. Þá þurfa ökumenn ekki lengur að stöðva við brúarsporðinn til að bíða eftir bílnum, sem kom á undan á móti, ljúka akstri yfir brúna.Vegagerðin Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa:
Samgöngur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01 Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11 Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49 Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01
Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11
Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49
Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32