Smíði nýrrar brúar að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2020 22:11 Tölvugerð mynd af væntanlegri brú á hringveginum um Sólheimasand. Ofar sést afleggjarinn að Sólheimajökli. Vegagerðin Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Brúin, hringvegurinn og gatnamótin að Sólheimajökli. Horft er til vesturs í átt að Skógum.Vegagerðin Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður tvíbreið og 163 metra löng, fjórum metrum lengri en gamla einbreiða brúin, sem er 159 metra löng.Vegagerðin Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.´ Séð ofan á nýju brúna.Vegagerðin Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Nýja brúin á að vera tilbúin í nóvember á næsta ári. Þá þurfa ökumenn ekki lengur að stöðva við brúarsporðinn til að bíða eftir bílnum, sem kom á undan á móti, ljúka akstri yfir brúna.Vegagerðin Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa: Samgöngur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01 Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11 Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49 Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Brúin, hringvegurinn og gatnamótin að Sólheimajökli. Horft er til vesturs í átt að Skógum.Vegagerðin Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður tvíbreið og 163 metra löng, fjórum metrum lengri en gamla einbreiða brúin, sem er 159 metra löng.Vegagerðin Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.´ Séð ofan á nýju brúna.Vegagerðin Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Nýja brúin á að vera tilbúin í nóvember á næsta ári. Þá þurfa ökumenn ekki lengur að stöðva við brúarsporðinn til að bíða eftir bílnum, sem kom á undan á móti, ljúka akstri yfir brúna.Vegagerðin Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa:
Samgöngur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01 Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11 Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49 Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36 Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. 1. október 2020 12:01
Syngja saman á sautján einbreiðum brúm Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds. 7. júní 2020 12:11
Auknar framkvæmdir í samgöngum gætu skapað á fjórða hundrað ársverk Aukaframlög upp á 6,5 milljarða til samgönguverkefna verður meðal annars nýtt til að fækka þeim þrjátíu og sex einbreiðu brúm sem enn eru á Hringvegi 1. Þá framkvæmdahraði aukinn í ýmsum stórverkefnum í vegagerð, uppbyggingu flugvalla og hafna á þessu ári. 1. apríl 2020 12:49
Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26. maí 2020 09:36
Heitasti ferðamannastaður Íslands á páskum 2010 var Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. 10. apríl 2020 06:32