Segir afmælið hafa verið innan reglna en skilur gagnrýnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. október 2020 18:18 Anna Lára Orlowska hélt upp á afmælið sitt um helgina. Instagram/@annalaraorlowska Sigrún Klara Sævarsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, hefur gagnrýnt veisluhöld fólks á tímum Covid-19. Afmæli áhrifavaldsins Önnu Láru Orlowsku hefur verið sett í samhengi við þá gagnrýni. Sigrún segir ömurlegt að sjá fólk hópast saman í partýum þegar hún, sem heilbrigðisstarfsmaður, fórni því að hitta fjölskyldu sína og vini fyrir vinnuna. Anna Lára, sem birti mynd úr afmælinu á Instagram, segir að engar reglur hafi verið brotnar í tengslum við afmælið. Í Facebook færslu sem Sigrún Klara birtir í dag er hún gagnrýnin á afmælisveisluhöld Önnu Láru. „Ég var á leiðinni heim úr vinnu í gær þegar ég sé að samstarfskona mín setur í story á instagram frétt sem stóð “ Hún lét veiruna ekki stoppa afmælisboðið.“ Eins og það væri einhver hetjudáð að láta veiruna ekki stoppa fillerí? Það er ömurlegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, að vinna í covid, fórna því að hitta vini og fjölskyldu fyrir vinnuna, og sjá svo þetta!“ skrifar Sigrún Klara og birtir skjáskot af stuttri umfjöllun Vísis um afmælisveisluna. Þá kveðst Sigrún ekki eiga við með færslunni að vinna hennar sé ömurleg. Hún elski vinnuna sína og sé ánægð með samstarfsfólk sitt. Veisluhöldin hafi hins vegar reitt hana til reiði. „Við heilbrigðisstarfsfólk erum að leggja okkur öll fram í að hjálpa þjóðinni í þessu ástandi og það er ekki auðvelt, alls ekki auðvelt. Farið varlega elsku fólk,“ skrifar Sigrún Klara. Færslu hennar má sjá hér að neðan. Segir engar reglur hafa verið brotnar Í samtali við Vísi segir Anna Lára að engar af þeim reglum sem nú eru í gildi í tengslum við faraldurinn hafi verið brotnar. Alls hafi fimmtán manns verið í afmælinu. Hún segist þó vilja koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hafa gagnrýnt afmælisfögnuðinn. „Þetta átti bara að vera smá partý með vinkonum mínum sem ég er mikið með dags daglega. Við vorum allar með spritt og allt svoleiðis, það voru engar reglur brotnar,“ segir Anna. Hún segist þó skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram af heilbrigðisstarfsfólks. „Ég skil að það er að leggja hart að sér og þykir örugglega erfitt að sjá að fólk sé að skemmta sér þegar það er að vinna hörðum höndum að því að bjarga fólki og aðstoða það í gegn um þetta. Þannig að ég skil það bara mjög vel og þykir þetta virkilega leiðinlegt.“ View this post on Instagram Tuttugu og sexy!! Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. 🖤 Btw get yourself a friend like @rakelyre 😍😍 A post shared by Anna Lára Orlowska 🤍 (@annalaraorlowska) on Oct 25, 2020 at 7:25am PDT Ekki ætlunin að taka Önnu Láru sérstaklega fyrir Í samtali við Vísi segir Sigrún Klara að ætlunin með Facebook-færslunni hafi ekki verið að taka Önnu Láru og afmælið hennar sérstaklega fyrir. „Maður er búinn að heyra af partýstandi á unglingum og fullorðnu fólki. Þetta fer alltaf í taugarnar á heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Sigrún Klara. Færslan hafi verið ætluð sem almenn gagnrýni á veisluhöld á tímum kórónuveirunnar. „Þetta eru bara vonbrigði. Heilbrigðisstarfsfólk leggur sig allt fram við að aðstoða og hjálpa til, og svo sér maður að einhver er bara að halda partý. Maður verður alveg svekktur og pirraður að sjá svona.“ Sigrún Klara segir gagnrýnina einnig snúa að samkomum sem geti mögulega fallið innan reglnanna. „Þó að þetta séu lítil partý. Ef þú telur hvað það voru margir sem þú hittir í síðustu viku, þá verður það nokkuð stór hópur. Ef það verður síðan smit þá bitnar það á okkur. Maður ætti aðeins að telja hvað maður hittir marga áður en maður heldur svona og margfalda það með fjöldanum sem mætir í partýið,“ segir Sigrún Klara. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40. Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Sigrún Klara Sævarsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, hefur gagnrýnt veisluhöld fólks á tímum Covid-19. Afmæli áhrifavaldsins Önnu Láru Orlowsku hefur verið sett í samhengi við þá gagnrýni. Sigrún segir ömurlegt að sjá fólk hópast saman í partýum þegar hún, sem heilbrigðisstarfsmaður, fórni því að hitta fjölskyldu sína og vini fyrir vinnuna. Anna Lára, sem birti mynd úr afmælinu á Instagram, segir að engar reglur hafi verið brotnar í tengslum við afmælið. Í Facebook færslu sem Sigrún Klara birtir í dag er hún gagnrýnin á afmælisveisluhöld Önnu Láru. „Ég var á leiðinni heim úr vinnu í gær þegar ég sé að samstarfskona mín setur í story á instagram frétt sem stóð “ Hún lét veiruna ekki stoppa afmælisboðið.“ Eins og það væri einhver hetjudáð að láta veiruna ekki stoppa fillerí? Það er ömurlegt að vera heilbrigðisstarfsmaður, að vinna í covid, fórna því að hitta vini og fjölskyldu fyrir vinnuna, og sjá svo þetta!“ skrifar Sigrún Klara og birtir skjáskot af stuttri umfjöllun Vísis um afmælisveisluna. Þá kveðst Sigrún ekki eiga við með færslunni að vinna hennar sé ömurleg. Hún elski vinnuna sína og sé ánægð með samstarfsfólk sitt. Veisluhöldin hafi hins vegar reitt hana til reiði. „Við heilbrigðisstarfsfólk erum að leggja okkur öll fram í að hjálpa þjóðinni í þessu ástandi og það er ekki auðvelt, alls ekki auðvelt. Farið varlega elsku fólk,“ skrifar Sigrún Klara. Færslu hennar má sjá hér að neðan. Segir engar reglur hafa verið brotnar Í samtali við Vísi segir Anna Lára að engar af þeim reglum sem nú eru í gildi í tengslum við faraldurinn hafi verið brotnar. Alls hafi fimmtán manns verið í afmælinu. Hún segist þó vilja koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hafa gagnrýnt afmælisfögnuðinn. „Þetta átti bara að vera smá partý með vinkonum mínum sem ég er mikið með dags daglega. Við vorum allar með spritt og allt svoleiðis, það voru engar reglur brotnar,“ segir Anna. Hún segist þó skilja þá gagnrýni sem komið hefur fram af heilbrigðisstarfsfólks. „Ég skil að það er að leggja hart að sér og þykir örugglega erfitt að sjá að fólk sé að skemmta sér þegar það er að vinna hörðum höndum að því að bjarga fólki og aðstoða það í gegn um þetta. Þannig að ég skil það bara mjög vel og þykir þetta virkilega leiðinlegt.“ View this post on Instagram Tuttugu og sexy!! Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. 🖤 Btw get yourself a friend like @rakelyre 😍😍 A post shared by Anna Lára Orlowska 🤍 (@annalaraorlowska) on Oct 25, 2020 at 7:25am PDT Ekki ætlunin að taka Önnu Láru sérstaklega fyrir Í samtali við Vísi segir Sigrún Klara að ætlunin með Facebook-færslunni hafi ekki verið að taka Önnu Láru og afmælið hennar sérstaklega fyrir. „Maður er búinn að heyra af partýstandi á unglingum og fullorðnu fólki. Þetta fer alltaf í taugarnar á heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Sigrún Klara. Færslan hafi verið ætluð sem almenn gagnrýni á veisluhöld á tímum kórónuveirunnar. „Þetta eru bara vonbrigði. Heilbrigðisstarfsfólk leggur sig allt fram við að aðstoða og hjálpa til, og svo sér maður að einhver er bara að halda partý. Maður verður alveg svekktur og pirraður að sjá svona.“ Sigrún Klara segir gagnrýnina einnig snúa að samkomum sem geti mögulega fallið innan reglnanna. „Þó að þetta séu lítil partý. Ef þú telur hvað það voru margir sem þú hittir í síðustu viku, þá verður það nokkuð stór hópur. Ef það verður síðan smit þá bitnar það á okkur. Maður ætti aðeins að telja hvað maður hittir marga áður en maður heldur svona og margfalda það með fjöldanum sem mætir í partýið,“ segir Sigrún Klara. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:40.
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira