Slegist um ketti í Kattholti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2020 21:01 Þetta er einn af þeim fáu köttum sem eftir eru í Kattholti en hann unir sér vel þrátt fyrir lítið sé um félagsskap. Vísir/Sigurjón Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“