Sergio Agüero missir líklega af Liverpool leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 07:30 Sergio Agüero átti erfitt með að leyna svekkelsi sínu eftir að hann meiddist í leiknum á móti West Ham en Argentínumaðurinn þurfti að fara af velli í hálfleik. AP/Paul Childs Sergio Agüero verður ekki með Manchester City á móti Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og Pep Guardiola var spurður út í meiðsli argentínska sóknarmannsins á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur, Sergio (Agüero) og (Benjamin) líka,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Guardiola tók Agüero af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Sergio meiddist á vöðva í síðasta leik. Þegar þú ert frá í fjóra eða fimm mánuði vegna hnémeiðsla þá er alltaf áhætta þegar þú kemur til baka,“ sagði Guardiola. Sergio Aguero is a doubt for #MCFC's Premier League clash against #LFC on November 8 due to a thigh injury.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 26, 2020 Manchester City fær Liverpool í heimsókn á Etihad leikvanginn 8. nóvember og það væri slæmt fyrir City að vera án besta framherja síns í leiknum. Það lítur þó út fyrir það ef marka má orð Guardiola. „Við reyndum að fara eins varlega með hann og við gátum. Hann fékk bara 50 til 55 mínútur í hverjum leik. Það var bara ekki möguleiki að koma í veg fyrir þetta. Þetta mun snúast um hvernig þessi meiðsli eru. Við búumst minnst við tíu til fimmtán dögum en það gætu orðið þrjár vikur eða jafnvel heill mánuður,“ sagði Guardiola. Leikurinn á móti Liverpool er eftir tólf daga. Sergio Agüero er því á meiðslalistanum ásamt þeim Gabriel Jesus, Fernandinho, Benjamin Mendy, Nathan Ake og Fernandinho. Sergio Aguero is a doubt for Manchester City's Premier League clash against Liverpool on November 8 due to a thigh injury. #awlfc [sky] pic.twitter.com/ghmg83oJFS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 26, 2020 „Kevin (De Bruyne) er kominn aftur og spilaði nokkrar mínútur á móti West Ham. Aymeric (Laporte) er líka leikfær á ný. Það er stutt í bæði Nathan (Ake) og Gabriel (Jesus) sem ættu að vera komnir til baka eftir viku eða tíu daga. Hinir verða frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði síðan að Manchester City hefði ekki haft efni á því að kaupa framherja í sumar sem er núna að koma í bakið á félaginu vegna meiðsla Sergio Agüero og Gabriel Jesus á sama tíma. „Þegar þú ákveður að kaupa framherja þá verður hann að vera í sama klassa og Agüero og Jesus. Við höfðum ekki efni á því og það er veruleikinn okkar,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Sergio Agüero verður ekki með Manchester City á móti Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og Pep Guardiola var spurður út í meiðsli argentínska sóknarmannsins á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur, Sergio (Agüero) og (Benjamin) líka,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Guardiola tók Agüero af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Sergio meiddist á vöðva í síðasta leik. Þegar þú ert frá í fjóra eða fimm mánuði vegna hnémeiðsla þá er alltaf áhætta þegar þú kemur til baka,“ sagði Guardiola. Sergio Aguero is a doubt for #MCFC's Premier League clash against #LFC on November 8 due to a thigh injury.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 26, 2020 Manchester City fær Liverpool í heimsókn á Etihad leikvanginn 8. nóvember og það væri slæmt fyrir City að vera án besta framherja síns í leiknum. Það lítur þó út fyrir það ef marka má orð Guardiola. „Við reyndum að fara eins varlega með hann og við gátum. Hann fékk bara 50 til 55 mínútur í hverjum leik. Það var bara ekki möguleiki að koma í veg fyrir þetta. Þetta mun snúast um hvernig þessi meiðsli eru. Við búumst minnst við tíu til fimmtán dögum en það gætu orðið þrjár vikur eða jafnvel heill mánuður,“ sagði Guardiola. Leikurinn á móti Liverpool er eftir tólf daga. Sergio Agüero er því á meiðslalistanum ásamt þeim Gabriel Jesus, Fernandinho, Benjamin Mendy, Nathan Ake og Fernandinho. Sergio Aguero is a doubt for Manchester City's Premier League clash against Liverpool on November 8 due to a thigh injury. #awlfc [sky] pic.twitter.com/ghmg83oJFS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 26, 2020 „Kevin (De Bruyne) er kominn aftur og spilaði nokkrar mínútur á móti West Ham. Aymeric (Laporte) er líka leikfær á ný. Það er stutt í bæði Nathan (Ake) og Gabriel (Jesus) sem ættu að vera komnir til baka eftir viku eða tíu daga. Hinir verða frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði síðan að Manchester City hefði ekki haft efni á því að kaupa framherja í sumar sem er núna að koma í bakið á félaginu vegna meiðsla Sergio Agüero og Gabriel Jesus á sama tíma. „Þegar þú ákveður að kaupa framherja þá verður hann að vera í sama klassa og Agüero og Jesus. Við höfðum ekki efni á því og það er veruleikinn okkar,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira