Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. október 2020 07:00 Arnar Ægisson og Halldór Axelsson hjá Alvican. Vísir/Vilhelm „Kostnaður samfélagsins við hvern aðila sem er á hjúkrunarheimili er rétt rúmlega ein milljón króna á mánuði eða þrettán milljónir á ári. Ef við náum að fresta því um eitt ár að þúsund eldri borgarar fari á hjúkrunarheimili og búi lengur í sjálfstæðri búsetu með auknu öryggi mun það spara samfélaginu 13 milljarða á hverju ári,“ segir Halldór Axelsson stofnandi fyrirtækisins Alvican sem dæmi um þann ávinning sem nýsköpun á velferðartækni getur leitt af sér. Alvican hefur á síðustu árum þróað kerfi sem kallast Hjartsláttur Heimilisins. Kerfið nýtir gervigreind til þess að fylgjast með hegðunarmynstri þeirra sem á heimilinu búa. Markmiðið er að auka á öryggi eldri borgara þannig að fólk geti sem lengst búið heima. Arnar Ægisson framkvæmdastjóri Alvican segir að ávinningur nýsköpunar í velferðartækni muni ekki aðeins mælast í krónum og aurum. Nú þegar er útlit fyrir að skortur verði á fagfólki til að sinna eldri borgurum. „Í dag eru fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum eldri borgara á Íslandi, en eftir 20 ár verða tveir vinnandi einstaklingar á móti hverjum eldri borgara,“ segir Arnar. Fyrirtækið Alvican varð til í kjölfar þess að höfuðborgir Norðurlandanna héldu samkeppni um lausnir á velferðasviði árið 2015. Í upphafi hét félagið E21-Butler og var í eigu Media og Nýsköpunarmiðstöðvar. Í dag er Alvican dótturfélag Media. Óöryggi og áhyggjur eldri borgara Að sögn Halldórs og Arnars gera spár Hagstofunnar ráð fyrir að eftir 15 ár verði 20% af mannfjöldanum á Íslandi eldri en 65 ára. Eftir 20 ár er því spáð að 65 ára og eldri verði fleiri en þeir sem eru 19 ára og yngri. Eftir 40 ár er gert ráð fyrir að 65 ára og eldri nemi 25% af þjóðinni. Allt þetta þýði að nýjar lausnir í velferðatækni skipta verulega miklu máli því þær geta gert fólki kleift að búa lengur heima hjá sér. „Margir aldraðir búa einir og hafa engan heima við til þess að aðstoða sig. Það getur til dæmis orðið til þess að þeir slasi sig eða upplifi óöryggi,“ segir Arnar sem bendir á að samkvæmt könnun Velferðarráðuneytisins og Landssambandi eldri borgara frá árinu 2017, búa tæplega 90% eldri borgara í eigin húsnæði. „Meira að segja um 82% þeirra sem voru 88 ára og eldri bjuggu í eigin húsnæði. Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda er það opinber stefna stjórnvalda um málefni aldraðra að lögð sé áhersla á að aldraðir geti búið eins lengi heima hjá sér og unnt er,“ segir Arnar og bætir við: ,,Hlutfall þeirra sem búa einir fer þó hækkandi eftir 80 ára aldur sem skýrist af því að fólk hefur misst maka sinn.“ Heilsubrestir, veikindi, slys og fráfall maka geta gert það að verkum að aðstæður breytast. Aldraðir sem búa í sjálfstæðri búsetu þurfa þá að aðlagast og sækja sér aðstoð frá bæði aðstandendum og opinberum aðilum,“ segir Halldór en að hans sögn falla ekki allir í þann flokk að fá slíka þjónustu. „Þá er í boði önnur opinber þjónusta eins og til dæmis öryggishnappur, akstursþjónusta, heimsendur mat, dagdvöl eða hvíldarinnlögn,“ segir Halldór. Halldór Axelsson er stofnandi Alvican sem upphaflega fór af stað vegna þess að höfuðborgir Norðurlandanna voru með samkeppni um nýjar lausnir í velferðartækni árið 2015.Vísir/Vilhelm Erum Skandinavískt fyrirtæki Að sögn Halldórs og Arnars gera allar áætlanir fyrir að sala og þjónusta verði á stærra svæði en á Íslandi. Við erum í nánu samstarfi við velferðarsvið Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og viðræður eru í gangi við aðila í Svíþjóð um að prófa lausnina í Stokkhólmi. Það átti að gerast í haust en tefst vegna Covid-19 og frestast væntanlega fram á næsta ár. Við erum líka með samning við velferðarsvið Kaupmannahafnar um prófanir á lausninni,“ segir Arnar. Þá er Alvican með samstarfssamning við stórfyrirtækið Falck í Danmörku sem eru með starfsstöðvar víða um Evrópu og eru stórir á Norðurlöndunum. „Heimamarkaður er mjög stór og ef vel tekst til þá er hægt að skala lausnina strax inn á Norðurlöndin og þess vegna hefur Alvican skilgreint sig sem Skandinavískt fyrirtæki,“ segir Arnar. Arnar segir stefnt að því að reksturinn verði jákvæður á næsta ári en félagið er eitt þeirra fyrirtækja sem hlotið hefur hámarks styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Nú er í gangi hlutafjáraukning í félaginu en félagið hefur verið fjármagnað af móðurfélaginu Media ehf. en einnig fengið englafjárfesta til að koma að fjármögnun félagsins þegar það þurfti mótframlag þegar félagið fékk þróunarstyrk frá Tækniþróunarsjóð upp á 50 milljónir króna,“ segir Arnar og bætir við: „Sá styrkur sem kom 2017-2019 gerði það að verkum að hægt var að klára fullbúna vöru og koma henni á markað. Alvican hefur fengið vottun fyrir endurgreiðslu á tekjuskatti við kaup á hlutabréfum í félaginu vegna þróunarverkefnis.“ Þá segja þeir félagið einnig vinna að þróun nýrrar gervigreindar til að skynja fall á baðherbergjum. Að þeirra sögn er það þar sem lang flest slys verða hjá eldri borgurum. Enn ein ný lausnin sem verið er að vinna að, er síðan sérstaklega ætluð einstaklingum með heilabilun. En hvers vegna sá markhópur? „Samkvæmt könnun eru um 5-9% allra á aldrinum 67-80 ára og 20-25% á aldrinum 80 ára og eldri komin með heilabilun á Íslandi. Eins og staðan er í dag er umönnun heilabilaðra erfið. Á opnum deildum er hætta á að fólk ráfi út úr húsi án vitundar starfsfólks og stofni sjálfum sér í hættu. Ættingjar eru tregir við að samþykkja að læsa einstaklinginn inni á lokaðri deild, enda er það gífurleg frelsisskerðing og skert lífsgæði fyrir einstaklinginn,“ segir Halldór. Nýsköpun Tækni Heilsa Eldri borgarar Tengdar fréttir Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Kostnaður samfélagsins við hvern aðila sem er á hjúkrunarheimili er rétt rúmlega ein milljón króna á mánuði eða þrettán milljónir á ári. Ef við náum að fresta því um eitt ár að þúsund eldri borgarar fari á hjúkrunarheimili og búi lengur í sjálfstæðri búsetu með auknu öryggi mun það spara samfélaginu 13 milljarða á hverju ári,“ segir Halldór Axelsson stofnandi fyrirtækisins Alvican sem dæmi um þann ávinning sem nýsköpun á velferðartækni getur leitt af sér. Alvican hefur á síðustu árum þróað kerfi sem kallast Hjartsláttur Heimilisins. Kerfið nýtir gervigreind til þess að fylgjast með hegðunarmynstri þeirra sem á heimilinu búa. Markmiðið er að auka á öryggi eldri borgara þannig að fólk geti sem lengst búið heima. Arnar Ægisson framkvæmdastjóri Alvican segir að ávinningur nýsköpunar í velferðartækni muni ekki aðeins mælast í krónum og aurum. Nú þegar er útlit fyrir að skortur verði á fagfólki til að sinna eldri borgurum. „Í dag eru fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum eldri borgara á Íslandi, en eftir 20 ár verða tveir vinnandi einstaklingar á móti hverjum eldri borgara,“ segir Arnar. Fyrirtækið Alvican varð til í kjölfar þess að höfuðborgir Norðurlandanna héldu samkeppni um lausnir á velferðasviði árið 2015. Í upphafi hét félagið E21-Butler og var í eigu Media og Nýsköpunarmiðstöðvar. Í dag er Alvican dótturfélag Media. Óöryggi og áhyggjur eldri borgara Að sögn Halldórs og Arnars gera spár Hagstofunnar ráð fyrir að eftir 15 ár verði 20% af mannfjöldanum á Íslandi eldri en 65 ára. Eftir 20 ár er því spáð að 65 ára og eldri verði fleiri en þeir sem eru 19 ára og yngri. Eftir 40 ár er gert ráð fyrir að 65 ára og eldri nemi 25% af þjóðinni. Allt þetta þýði að nýjar lausnir í velferðatækni skipta verulega miklu máli því þær geta gert fólki kleift að búa lengur heima hjá sér. „Margir aldraðir búa einir og hafa engan heima við til þess að aðstoða sig. Það getur til dæmis orðið til þess að þeir slasi sig eða upplifi óöryggi,“ segir Arnar sem bendir á að samkvæmt könnun Velferðarráðuneytisins og Landssambandi eldri borgara frá árinu 2017, búa tæplega 90% eldri borgara í eigin húsnæði. „Meira að segja um 82% þeirra sem voru 88 ára og eldri bjuggu í eigin húsnæði. Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda er það opinber stefna stjórnvalda um málefni aldraðra að lögð sé áhersla á að aldraðir geti búið eins lengi heima hjá sér og unnt er,“ segir Arnar og bætir við: ,,Hlutfall þeirra sem búa einir fer þó hækkandi eftir 80 ára aldur sem skýrist af því að fólk hefur misst maka sinn.“ Heilsubrestir, veikindi, slys og fráfall maka geta gert það að verkum að aðstæður breytast. Aldraðir sem búa í sjálfstæðri búsetu þurfa þá að aðlagast og sækja sér aðstoð frá bæði aðstandendum og opinberum aðilum,“ segir Halldór en að hans sögn falla ekki allir í þann flokk að fá slíka þjónustu. „Þá er í boði önnur opinber þjónusta eins og til dæmis öryggishnappur, akstursþjónusta, heimsendur mat, dagdvöl eða hvíldarinnlögn,“ segir Halldór. Halldór Axelsson er stofnandi Alvican sem upphaflega fór af stað vegna þess að höfuðborgir Norðurlandanna voru með samkeppni um nýjar lausnir í velferðartækni árið 2015.Vísir/Vilhelm Erum Skandinavískt fyrirtæki Að sögn Halldórs og Arnars gera allar áætlanir fyrir að sala og þjónusta verði á stærra svæði en á Íslandi. Við erum í nánu samstarfi við velferðarsvið Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og viðræður eru í gangi við aðila í Svíþjóð um að prófa lausnina í Stokkhólmi. Það átti að gerast í haust en tefst vegna Covid-19 og frestast væntanlega fram á næsta ár. Við erum líka með samning við velferðarsvið Kaupmannahafnar um prófanir á lausninni,“ segir Arnar. Þá er Alvican með samstarfssamning við stórfyrirtækið Falck í Danmörku sem eru með starfsstöðvar víða um Evrópu og eru stórir á Norðurlöndunum. „Heimamarkaður er mjög stór og ef vel tekst til þá er hægt að skala lausnina strax inn á Norðurlöndin og þess vegna hefur Alvican skilgreint sig sem Skandinavískt fyrirtæki,“ segir Arnar. Arnar segir stefnt að því að reksturinn verði jákvæður á næsta ári en félagið er eitt þeirra fyrirtækja sem hlotið hefur hámarks styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Nú er í gangi hlutafjáraukning í félaginu en félagið hefur verið fjármagnað af móðurfélaginu Media ehf. en einnig fengið englafjárfesta til að koma að fjármögnun félagsins þegar það þurfti mótframlag þegar félagið fékk þróunarstyrk frá Tækniþróunarsjóð upp á 50 milljónir króna,“ segir Arnar og bætir við: „Sá styrkur sem kom 2017-2019 gerði það að verkum að hægt var að klára fullbúna vöru og koma henni á markað. Alvican hefur fengið vottun fyrir endurgreiðslu á tekjuskatti við kaup á hlutabréfum í félaginu vegna þróunarverkefnis.“ Þá segja þeir félagið einnig vinna að þróun nýrrar gervigreindar til að skynja fall á baðherbergjum. Að þeirra sögn er það þar sem lang flest slys verða hjá eldri borgurum. Enn ein ný lausnin sem verið er að vinna að, er síðan sérstaklega ætluð einstaklingum með heilabilun. En hvers vegna sá markhópur? „Samkvæmt könnun eru um 5-9% allra á aldrinum 67-80 ára og 20-25% á aldrinum 80 ára og eldri komin með heilabilun á Íslandi. Eins og staðan er í dag er umönnun heilabilaðra erfið. Á opnum deildum er hætta á að fólk ráfi út úr húsi án vitundar starfsfólks og stofni sjálfum sér í hættu. Ættingjar eru tregir við að samþykkja að læsa einstaklinginn inni á lokaðri deild, enda er það gífurleg frelsisskerðing og skert lífsgæði fyrir einstaklinginn,“ segir Halldór.
Nýsköpun Tækni Heilsa Eldri borgarar Tengdar fréttir Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01
Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03
Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09