Tími er það verðmætasta sem við gefum börnum okkar Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 24. október 2020 18:06 Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun