Tími er það verðmætasta sem við gefum börnum okkar Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 24. október 2020 18:06 Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Tími er dýrmætur og það er svo sannarlega hvert augnablik á mannsævi. Mér er streita hugleikinn og hefur mér lengi þótt of mikill hraði einkenna íslenskt samfélag. Vinnudagar eru langir og vinnudagar barna okkar eru langir. Þegar ég á við vinnudag barna á ég við þann tíma sem þau eru í daggæslu, á leikskólum og í skólum/frístund. Að því loknu tekur svo oft við stíf dagskrá eins og tómstundir, heimalærdómur og leikur við félaga. Mér finnst mikilvægt að minna fólk á að dagar barna okkar eru ekki alltaf rólegir. Það er krefjandi að vera í hópi barna allan daginn, í samskiptum við aðra, oft í of miklum hávaða og eiga sjaldan þess kost að vera einn eða geta hvílt sig. Hópar á leikskólum og í skólum eru oft of stórir og fjöldi barna á starfsmenn of mikill. Einstaklingar eru misnæmir fyrir streitu og taugakerfi okkar og líkamar þola streitu misvel. Það sem gæti hentað einu barni vel gæti farið afar illa í annað barn. Þessi hefðbundni dagur sem ég vil meina að sé alltof hraður gæti því haft slæm áhrif á hluta barna. Ég er fullviss um að út í þjóðfélaginu er auk þess fjöldi foreldra með samviskubit yfir því að vera of lítið með börnum sínum. Vinnustaðir krefjast þess að fólk vinni langa daga og það er að mínu mati samfélagslega samþykkt að börn séu í um átta klukkustundir á dag í gæslu. Vissulega eru blikur á lofti í rétta átt á þessu sviði með styttingu vinnuvikunnar en breytingar gerast hægt. Þegar kemur að fríum barna í leik og grunnskólum virðist vera of lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að minna á að hraði og mikil dagskrá er ekki alltaf það sem er okkur fyrir bestu. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um streituþröskuld sinn og barna sinna. Gefa sér tíma á hverjum degi fyrir ró og hvíld. Einnig gætum við skoðað hvort dagar barna okkar og barnanna séu mögulega of pakkaðir. Í lífi hvers manns þarf að gæta að ákveðnu jafnvægi. Það þarf að vera jafnvægi milli vinnu og hvíldar. Það að hafa mikið að gera og halda mörgum boltum á lofti er ekki endilega mælikvarði á lífshamingju. Það er mikilvægt að þekkja mörk sín og sinna. Það sem hefur lengi talist eðlilegt í samfélagi okkar þarf ekki endilega að vera það rétta eða besta fyrir okkur. Kannski er kominn tími til að stíga aðeins á bremsuna og breyta samfélaginu okkar. Viðurkenna það hve mikilvægur tími með börnunum okkar er og skapa enn fjölskylduvænna samfélag. Ef grunnstoðirnar eru sterkar eru mun meiri líkur á traustri byggingu sem stendur vel og lengi. Höfundur er fjögurra barna móðir og menntaður grunnskólakennari.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun