Hinn þunni blái varnarveggur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 24. október 2020 10:20 Síðustu daga hefur mikið verið rætt og ritað vegna ljósmyndar af lögreglukonu og merkjanna sem hún bar. Meðal annars hefur verið farið fram á afsögn mína og að siðanefnd Alþingis verði kölluð saman vegna beiðni minnar um fund með lögreglunni. Mér þykir því rétt að skýra afstöðu mína betur. Ég hef að undanförnu talað við fjölmarga, innan lögreglunnar og utan, um þessa ljósmynd og merkin þrjú sem á henni eru: Bláa línan svokallaða, Vínlandsfáninn og Refsara-hauskúpan. Byrjum á hinu augljósa. Lögreglumenn í einkennisfatnaði eiga ekki að bera nein sjáanleg merki sem ekki eru hluti af einkennum lögreglu. Tilgangur einkennisfatnaðar er að sýna að þar sé á ferðinni fulltrúi tiltekins embættis frekar en einstaklingur með ákveðnar skoðanir. Skiptir þar engu máli hverjar þær skoðanir eru. Af samtölum mínum að dæma þá líta lögreglumenn á Íslandi á fínu, bláu línuna sem samstöðutákn meðal lögreglumanna, að þeir séu hinn þunni varnarveggur siðaðs samfélags. Þá segjast þeir hafa talið græna krossfánann vera merki sem sé komið frá norska hernum, fæstir hafi hins vegar vitað af merkingu hins svokallaða Vínlands-fána og tengingu hans við fordómafulla öfgahópa. Ég sé enga ástæðu til að draga þau orð í efa, enda hef ég aldrei fullyrt neitt um skoðanir einstakra lögreglumanna eða stéttarinnar í heild, hvað þá stimplað hana alla sem fordómafulla og frábið mér allar fullyrðingar um slíkt. Ég held mig þó við fyrri staðhæfingar mínar um að merkin séu óæskileg og að notkun þeirra í röðum lögreglumanna beri með sér að það þurfi að ræða hvernig mismunandi hópar þjóðfélagsins upplifa lögregluna og hvernig hún geti unnið sem best með öllum. Fína bláa línan Mig langar líka að gera að umtalsefni hugtakið um fínu, bláu línuna, samstöðutákn lögreglunnar. Hugtakið er alls ekki nýtt af nálinni, það hefur verið notað frá áttunda áratugi síðustu aldar hið minnsta. Túlkunin á þessari samstöðu sem birtist í bláu línunni er hins vegar ólík. Þannig hefur verið litið á hana sem varnarvegg lögreglumanna gegn hvers kyns utanaðkomandi ógn, jafnvel mögulegri ógn frá réttarríkinu sem þeir eiga að þjóna. Varnarvegg sem tryggi að jafnvel þótt einhver þeirra brjóti af sér í starfi muni aðrir og annars vammlausir lögreglumenn þegja yfir þeim misgjörðum í nafni þessarar sömu samstöðu. Á undanförnum árum hefur þessari fínu línu þannig verið teflt fram (einkum af bandarískum lögreglumönnum) sem svari við Black Lives Matter-hreyfingunni. Myndasögu-andhetjan Refsarinn (e. Punisher), sem refsar glæpamönnum utan dóms og laga, hefur í þessu samhengi bláu línunnar orðið að verulega óheppilegri táknmynd. Ég held að ekkert okkar, og alls ekki lögreglan, vilji að réttlætinu sé útdeilt að hætti Refsarans, enda er löggæsla svar samfélagsins og réttarríkisins við óréttlæti og hefndaraðgerðum. Höfundur persónunnar hefur enda sagt að hún og aðferðir hennar eigi nákvæmlega ekkert sameiginlegt með raunverulegum löggæslustörfum. En höldum okkur aðeins við upplifun íslenskra lögreglumanna af fínu bláu línunni, að hún sé merki um samstöðu stéttar sem telur sig eiga að verja samfélagið. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast bæði gott og sjálfsagt. Við nánari skoðun sjást hins vegar nokkrir vankantar á þessari táknmynd. Hinn þunni varnarveggur siðaðs samfélags Það er t.a.m. óæskileg nálgun á starf lögreglunnar að segja að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan er hluti af samfélaginu, rétt eins og glæpamennirnir. Við erum öll í þessari súpu saman. Lögreglan sinnir mikilvægu starfi og hún sinnir því enn betur sem hluti af heild, hluti af samfélaginu. Sjáum bara sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara, félagsráðgjafa og sálfræðinga svo fátt eitt sé nefnt. Þarf ekki einmitt dýpra og virkara samstarf á milli alls þessa fólks til þess að halda þjóðfélaginu sem einni samfellu á beinu brautinni? Samstaða sem byggir á aðgreiningu er ekki hluti af lausninni, hún er hluti vandans. Að grípa gerendur og þolendur afbrota er samvinnuverkefni. Sannarlega hefur verið erfitt að halda því verkefni gangandi, því samvinna og samskipti kosta tíma, mannafla og peninga. Því hefur hins vegar verið naumt skammtað til lögreglu sem og allra annarra sem koma að málefnum tengdum afbrotum á Íslandi. Þannig verður til þetta „við á móti þeim“- andrúmsloft. Þá er skiljanlegt, en engu að síður óæskilegt, að varnarveggurinn fari að snúast um að verja sjálfan sig í stað þess að vernda samfélagið allt. Samstaða eða varnarstaða? Talandi um að verja sjálfa sig. Öryggi lögreglumanna þarf að vera tryggt svo þeir geti sinnt útköllum og aðstoðað meðborgara sína. En til þess eru margar leiðir. Ég tel að sá hugsunarháttur sem birtist í táknmynd fínu, bláu línunnar ýti undir þá hugmynd að viðfangsefni lögreglumanna séu andstæðingar þeirra. Þeir eru jú að reyna að verja þjóðfélagið fyrir gerendum afbrota. Slíkt hugarfar leiðir af sér hugmyndir um öryggi sem byggja á líkamlegum styrk, yfirburðum og vígvæðingu, þegar hið rétta er að viðfangsefni lögreglunnar eru svo margfalt fjölbreytilegri og manneskjulegri en svo, eins og hver lögreglumaður veit og þekkir af eigin raun. Ég tel að samfélagslegt öryggi, jákvæðar tengingar við borgarana og rými til að tala við fólk sé mun heillavænlegri leið til að tryggja öryggi. Til þess þarf þó aukinn mannafla og breytt hugarfar við almenna löggæslu. Þannig þarf fjölbreyttari hópur að sinna útköllum þeirra sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Þar komum við aftur að sálfræðingum, félagsráðgjöfum, geðlæknum og fulltrúum barnaverndanefnda. Öll þessi kerfi eiga og verða að tala saman þegar eitthvað bjátar á. Hitta þolendur og gerendur á jafningjagrundvelli og gefa sér tíma til að vinna saman úr þeim málum sem fólk getur ekki unnið úr sjálft. Rétt er þó að taka það fram að jafnvel þótt þessi framtíðarsýn mín verði að veruleika munu engu að síður koma upp aðstæður þar sem reynir á heimildir lögreglu til valdbeitingar. Að ímynda sér að slíkt gerist aldrei er tálsýn, en það er sannarlega mögulegt að fækka þeim tilvikum til muna. Sameinað samfélag Mér þóttu viðbrögð yfirstjórnar lögreglu og dómsmálaráðherra, þar sem einörð afstaða var tekin gegn haturstáknum, vera til fyrirmyndar sem fyrsta skref. En viðbrögðin leystu engan vanda og svöruðu engum spurningum. Starf lögreglumannsins (og lögreglukonunnar auðvitað líka, en þetta er víst opinbert heiti þessa starfs) er vanþakklátt, erfitt, illa launað, lýjandi og tætandi. Samt gerum við kröfur til þess að lögreglan stigi helst aldrei feilspor, sé réttsýn, víðsýn og framsækin og látum öllum illum látum þegar hún uppfyllir ekki þessar ströngu kröfur. En sökin er ekki þar. Víðtæk leit núverandi stjórnvalda að ódýrum lausnum sem mæla árangur bara í krónum og aurum í stað velsældar og félagslegra tengsla í samfélaginu mun aldrei uppfylla þær kröfur sem flestir gera til lögreglunnar. Enda er lögreglan ekki samansafn sálarlausra vélmenna sem hægt er að krefjast meira og meira af til eilífðarnóns. Það er því skiljanlegt að lögreglumenn upplifi sig sem einangraða frá almenningi og að bláa línan sé mjó og hárfín í þeirra huga. Línan er táknmynd starfstéttar sem fækkar í með hverju árinu á meðan álagið eykst, aðstæður verða erfiðari og rýmið til að eiga tengsl við fólk minnkar. Í slíkum aðstæðum getur samstaða gert gæfumuninn. En, lögreglumenn - og konur - eru einstaklingar, hluti af samfélaginu. Þess vegna þarf að finna raunverulegar lausnir sem flétta lögreglustarfið saman við öll hin störfin sem þarf að sinna til að hjálpa þeim sem minna mega sín jafnt sem okkur hinum, sem erum svo lánsöm að hafa það betra. Samfélagið okkar þarf því ekki fína, bláa línu. Samfélagið þarf þykkt, marglitað teppi sem hlúir að okkur öllum - saman. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Lögreglan Tengdar fréttir Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. 23. október 2020 18:00 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur mikið verið rætt og ritað vegna ljósmyndar af lögreglukonu og merkjanna sem hún bar. Meðal annars hefur verið farið fram á afsögn mína og að siðanefnd Alþingis verði kölluð saman vegna beiðni minnar um fund með lögreglunni. Mér þykir því rétt að skýra afstöðu mína betur. Ég hef að undanförnu talað við fjölmarga, innan lögreglunnar og utan, um þessa ljósmynd og merkin þrjú sem á henni eru: Bláa línan svokallaða, Vínlandsfáninn og Refsara-hauskúpan. Byrjum á hinu augljósa. Lögreglumenn í einkennisfatnaði eiga ekki að bera nein sjáanleg merki sem ekki eru hluti af einkennum lögreglu. Tilgangur einkennisfatnaðar er að sýna að þar sé á ferðinni fulltrúi tiltekins embættis frekar en einstaklingur með ákveðnar skoðanir. Skiptir þar engu máli hverjar þær skoðanir eru. Af samtölum mínum að dæma þá líta lögreglumenn á Íslandi á fínu, bláu línuna sem samstöðutákn meðal lögreglumanna, að þeir séu hinn þunni varnarveggur siðaðs samfélags. Þá segjast þeir hafa talið græna krossfánann vera merki sem sé komið frá norska hernum, fæstir hafi hins vegar vitað af merkingu hins svokallaða Vínlands-fána og tengingu hans við fordómafulla öfgahópa. Ég sé enga ástæðu til að draga þau orð í efa, enda hef ég aldrei fullyrt neitt um skoðanir einstakra lögreglumanna eða stéttarinnar í heild, hvað þá stimplað hana alla sem fordómafulla og frábið mér allar fullyrðingar um slíkt. Ég held mig þó við fyrri staðhæfingar mínar um að merkin séu óæskileg og að notkun þeirra í röðum lögreglumanna beri með sér að það þurfi að ræða hvernig mismunandi hópar þjóðfélagsins upplifa lögregluna og hvernig hún geti unnið sem best með öllum. Fína bláa línan Mig langar líka að gera að umtalsefni hugtakið um fínu, bláu línuna, samstöðutákn lögreglunnar. Hugtakið er alls ekki nýtt af nálinni, það hefur verið notað frá áttunda áratugi síðustu aldar hið minnsta. Túlkunin á þessari samstöðu sem birtist í bláu línunni er hins vegar ólík. Þannig hefur verið litið á hana sem varnarvegg lögreglumanna gegn hvers kyns utanaðkomandi ógn, jafnvel mögulegri ógn frá réttarríkinu sem þeir eiga að þjóna. Varnarvegg sem tryggi að jafnvel þótt einhver þeirra brjóti af sér í starfi muni aðrir og annars vammlausir lögreglumenn þegja yfir þeim misgjörðum í nafni þessarar sömu samstöðu. Á undanförnum árum hefur þessari fínu línu þannig verið teflt fram (einkum af bandarískum lögreglumönnum) sem svari við Black Lives Matter-hreyfingunni. Myndasögu-andhetjan Refsarinn (e. Punisher), sem refsar glæpamönnum utan dóms og laga, hefur í þessu samhengi bláu línunnar orðið að verulega óheppilegri táknmynd. Ég held að ekkert okkar, og alls ekki lögreglan, vilji að réttlætinu sé útdeilt að hætti Refsarans, enda er löggæsla svar samfélagsins og réttarríkisins við óréttlæti og hefndaraðgerðum. Höfundur persónunnar hefur enda sagt að hún og aðferðir hennar eigi nákvæmlega ekkert sameiginlegt með raunverulegum löggæslustörfum. En höldum okkur aðeins við upplifun íslenskra lögreglumanna af fínu bláu línunni, að hún sé merki um samstöðu stéttar sem telur sig eiga að verja samfélagið. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast bæði gott og sjálfsagt. Við nánari skoðun sjást hins vegar nokkrir vankantar á þessari táknmynd. Hinn þunni varnarveggur siðaðs samfélags Það er t.a.m. óæskileg nálgun á starf lögreglunnar að segja að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan er hluti af samfélaginu, rétt eins og glæpamennirnir. Við erum öll í þessari súpu saman. Lögreglan sinnir mikilvægu starfi og hún sinnir því enn betur sem hluti af heild, hluti af samfélaginu. Sjáum bara sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara, félagsráðgjafa og sálfræðinga svo fátt eitt sé nefnt. Þarf ekki einmitt dýpra og virkara samstarf á milli alls þessa fólks til þess að halda þjóðfélaginu sem einni samfellu á beinu brautinni? Samstaða sem byggir á aðgreiningu er ekki hluti af lausninni, hún er hluti vandans. Að grípa gerendur og þolendur afbrota er samvinnuverkefni. Sannarlega hefur verið erfitt að halda því verkefni gangandi, því samvinna og samskipti kosta tíma, mannafla og peninga. Því hefur hins vegar verið naumt skammtað til lögreglu sem og allra annarra sem koma að málefnum tengdum afbrotum á Íslandi. Þannig verður til þetta „við á móti þeim“- andrúmsloft. Þá er skiljanlegt, en engu að síður óæskilegt, að varnarveggurinn fari að snúast um að verja sjálfan sig í stað þess að vernda samfélagið allt. Samstaða eða varnarstaða? Talandi um að verja sjálfa sig. Öryggi lögreglumanna þarf að vera tryggt svo þeir geti sinnt útköllum og aðstoðað meðborgara sína. En til þess eru margar leiðir. Ég tel að sá hugsunarháttur sem birtist í táknmynd fínu, bláu línunnar ýti undir þá hugmynd að viðfangsefni lögreglumanna séu andstæðingar þeirra. Þeir eru jú að reyna að verja þjóðfélagið fyrir gerendum afbrota. Slíkt hugarfar leiðir af sér hugmyndir um öryggi sem byggja á líkamlegum styrk, yfirburðum og vígvæðingu, þegar hið rétta er að viðfangsefni lögreglunnar eru svo margfalt fjölbreytilegri og manneskjulegri en svo, eins og hver lögreglumaður veit og þekkir af eigin raun. Ég tel að samfélagslegt öryggi, jákvæðar tengingar við borgarana og rými til að tala við fólk sé mun heillavænlegri leið til að tryggja öryggi. Til þess þarf þó aukinn mannafla og breytt hugarfar við almenna löggæslu. Þannig þarf fjölbreyttari hópur að sinna útköllum þeirra sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Þar komum við aftur að sálfræðingum, félagsráðgjöfum, geðlæknum og fulltrúum barnaverndanefnda. Öll þessi kerfi eiga og verða að tala saman þegar eitthvað bjátar á. Hitta þolendur og gerendur á jafningjagrundvelli og gefa sér tíma til að vinna saman úr þeim málum sem fólk getur ekki unnið úr sjálft. Rétt er þó að taka það fram að jafnvel þótt þessi framtíðarsýn mín verði að veruleika munu engu að síður koma upp aðstæður þar sem reynir á heimildir lögreglu til valdbeitingar. Að ímynda sér að slíkt gerist aldrei er tálsýn, en það er sannarlega mögulegt að fækka þeim tilvikum til muna. Sameinað samfélag Mér þóttu viðbrögð yfirstjórnar lögreglu og dómsmálaráðherra, þar sem einörð afstaða var tekin gegn haturstáknum, vera til fyrirmyndar sem fyrsta skref. En viðbrögðin leystu engan vanda og svöruðu engum spurningum. Starf lögreglumannsins (og lögreglukonunnar auðvitað líka, en þetta er víst opinbert heiti þessa starfs) er vanþakklátt, erfitt, illa launað, lýjandi og tætandi. Samt gerum við kröfur til þess að lögreglan stigi helst aldrei feilspor, sé réttsýn, víðsýn og framsækin og látum öllum illum látum þegar hún uppfyllir ekki þessar ströngu kröfur. En sökin er ekki þar. Víðtæk leit núverandi stjórnvalda að ódýrum lausnum sem mæla árangur bara í krónum og aurum í stað velsældar og félagslegra tengsla í samfélaginu mun aldrei uppfylla þær kröfur sem flestir gera til lögreglunnar. Enda er lögreglan ekki samansafn sálarlausra vélmenna sem hægt er að krefjast meira og meira af til eilífðarnóns. Það er því skiljanlegt að lögreglumenn upplifi sig sem einangraða frá almenningi og að bláa línan sé mjó og hárfín í þeirra huga. Línan er táknmynd starfstéttar sem fækkar í með hverju árinu á meðan álagið eykst, aðstæður verða erfiðari og rýmið til að eiga tengsl við fólk minnkar. Í slíkum aðstæðum getur samstaða gert gæfumuninn. En, lögreglumenn - og konur - eru einstaklingar, hluti af samfélaginu. Þess vegna þarf að finna raunverulegar lausnir sem flétta lögreglustarfið saman við öll hin störfin sem þarf að sinna til að hjálpa þeim sem minna mega sín jafnt sem okkur hinum, sem erum svo lánsöm að hafa það betra. Samfélagið okkar þarf því ekki fína, bláa línu. Samfélagið þarf þykkt, marglitað teppi sem hlúir að okkur öllum - saman. Höfundur er þingmaður Pírata.
Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir. 23. október 2020 18:00
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun