Gætu tekið af rafmagn hjá milljón manna til að draga úr eldhættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 10:08 Starfsmaður Pacific Gas & Electric fylgist með Creek-gróðureldinum í Kaliforníu í september. Slíkir eldar kvikna oft þegar rafmagnsstaurar brotna eða línur slitna þegar þurrt og hvasst er í veðri. AP/Marcio Jose Sanchez Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku. Gróðureldar í Kaliforníu í ár eru þegar þeir verstu sem sögur fara af. Sambland af miklum hita, þurrki og sterkum vindum sköpuðu aðstæður þar sem eldar gátu kviknað og breitt úr sér með ógnarhraða. Oft hafa slíkir eldar kviknað út frá slitnum rafmagnslínum. Tekist hefur að ná tökum á öllum stærstu eldunum sem kviknuðu í lok sumars og byrjun hausts. Engu að síður glíma þúsundir slökkviliðsmanna enn við nítján elda. Veðuraðstæður nú eru sagðar þær eldfimustu á gróðureldatímabilinu til þessa. Því varar Pacific Gas & Electric, helsta orkufyrirtæki Kaliforníu, við því að það gæti tekið rafmagn af hátt í hálfri milljón heimila í 38 sýslum, þar á meðal stærstum hluta San Francisco-flóans. Byrjað yrði að taka rafmagnið af í fyrramálið og gæti rafmagnsleysið varað fram á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Varúðarástandi vegna eldhættu hefur verið lýst yfir víða. Spáð er vindstyrk um 15 metrum á sekúndu eða meira í San Francisco og enn meiri í fjöllum. „Á skalanum einn til tíu er þessi atburður upp á níu. Sögulega eru stærstu eldarnir okkar í október. Við erum á hættulegu tímabili,“ segir Craig Clements, forstöðumaður gróðureldarannsókna hjá San José-ríkisháskólanum. AP segir að átta af tíu mannskæðustu eldum í sögu Kaliforníu hafi orðið í október eða nóvember. Aðstæður sunnar í Kaliforníu eru sagðar skaplegri. Þar hefur kólnað í veðri og gengur á með örlítilli úrkomu. Loftslagsbreytingar eru sagðar eiga þátt í að auka gróðureldahættu í Kaliforníu og víðar. Þurrara og hlýrra loftslag hefur valdið því að tré og annar gróður er eldfimara en ella. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52 Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku. Gróðureldar í Kaliforníu í ár eru þegar þeir verstu sem sögur fara af. Sambland af miklum hita, þurrki og sterkum vindum sköpuðu aðstæður þar sem eldar gátu kviknað og breitt úr sér með ógnarhraða. Oft hafa slíkir eldar kviknað út frá slitnum rafmagnslínum. Tekist hefur að ná tökum á öllum stærstu eldunum sem kviknuðu í lok sumars og byrjun hausts. Engu að síður glíma þúsundir slökkviliðsmanna enn við nítján elda. Veðuraðstæður nú eru sagðar þær eldfimustu á gróðureldatímabilinu til þessa. Því varar Pacific Gas & Electric, helsta orkufyrirtæki Kaliforníu, við því að það gæti tekið rafmagn af hátt í hálfri milljón heimila í 38 sýslum, þar á meðal stærstum hluta San Francisco-flóans. Byrjað yrði að taka rafmagnið af í fyrramálið og gæti rafmagnsleysið varað fram á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Varúðarástandi vegna eldhættu hefur verið lýst yfir víða. Spáð er vindstyrk um 15 metrum á sekúndu eða meira í San Francisco og enn meiri í fjöllum. „Á skalanum einn til tíu er þessi atburður upp á níu. Sögulega eru stærstu eldarnir okkar í október. Við erum á hættulegu tímabili,“ segir Craig Clements, forstöðumaður gróðureldarannsókna hjá San José-ríkisháskólanum. AP segir að átta af tíu mannskæðustu eldum í sögu Kaliforníu hafi orðið í október eða nóvember. Aðstæður sunnar í Kaliforníu eru sagðar skaplegri. Þar hefur kólnað í veðri og gengur á með örlítilli úrkomu. Loftslagsbreytingar eru sagðar eiga þátt í að auka gróðureldahættu í Kaliforníu og víðar. Þurrara og hlýrra loftslag hefur valdið því að tré og annar gróður er eldfimara en ella.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52 Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Slökkviliðsmenn sýna gífurlega erfiðar aðstæður Slökkvilið Alamedasýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum birti í gær myndband af aðstæðunum sem slökkviliðsmenn vinna nú við í ríkinu. 1. október 2020 13:52
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00