Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. október 2020 10:30 Rashford leiddi Man Utd til sigurs í París í vikunni. vísir/Getty Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp. Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp.
Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31