Kveikt verður á jólaljósum í Reykjavík um næstu helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. október 2020 19:52 Kveikt verður á jólaljósunum í Reykjavík þremur vikum fyrr en vanalega. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“ Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega. Þetta sé gert til að glæða miðbæinn lífi og eftir ákall aðstandenda átaksins „Sköpum líf í lokun.“ Átakinu „Sköpum líf í lokun“ hefur verið hrundið af stað og er því er ætlað að glæða miðbæinn lífi með því að fá skapandi fólk til að nýta tóm rými. Eigendur Priksins hrundu verkefninu af stað í gær. „Þetta byrjar sem hugsun hjá okkur um að vera með eitthvað líf í gangi í okkar rýmum sem eru lokaðir um þessar mundir í þessum heimsfaraldir. þetta snýr upp á sig og verður til þess að við sjáum fleiri mögueika og byrjum að hugsa um borgina í heild sinni sem inniheldur mikið af tómum rýmum,“ segir Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins. „Reyna að blása lífi í þessa kulnuðu borg“ Þó að það sé heimsfaraldur í gangi megi miðbærinn ekki missa mikilvægasta kennileitið sitt, líf og sköpun. Eigendur Priksins eru með nokkur rými á sínum vegum en bjóða líka fram aðstoð sína við að ræða við aðra leigusala. Geoffrey Thor Huntington Williams, eigandi Priksins.Stöð 2 „Og hjálpa fólki að koma sér af stað og tryggja þau í ábyrgð ef eitthvað er. Reyna blása lífi í þessa kulnuðu borg um þessar mundir,“ segir Geoffrey. Átakið var kynnt í gær og segir Geoffery að fjölmargir hafi þegar haft samband. „Það er fólk að leita sér að „popp-upp“ rýmum fyrir jól fyrir litlar verslanir eða brönd sem vilja vera með sölu á þessari jólavertíð,“ segir hann. Fyrstu jólaljósin kveikt um næstu helgi Þá hafa eigendur Priksins hvatt borgina til að kveikja fyrr á jólaljósunum í miðbænum. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borgin myndi sannarlega taka þátt í því. „Okkur fannst þetta svo jákvætt framtak, uppbyggilegt og skapandi að við vorum ekki lengi að fara yfir það að við ætlum að vera með, kveikja fyrr á jólaljósunum. Borgarstarfsfólk er strax byrjað að setja upp perur og byrjað að skreyta miðborgina,“ segir Dagur. Fyrstu ljósin verða kveikt um næstu helgi og verður svo bætt smátt og smátt í skreytingarnar. „Við fáum jólaköttinn og jólatré en það sem liggur til grundvallar er að ef við höfum þurft á jólum að halda eitthvað ár er það sannarlega þetta ár,“ segir Dagur. „Ég held að við höfum sýnt það í sumar þegar við vorum að vinna að því með verslunareigendum og veitingastöðum að gera sumarborgina sérstaklega fallega og aðlaðandi og það var brjálað að gera alls staðar, að ef okkur gengur vel á næstu vikum í sóttvörnum og öðru þá stefnum við að því að borgin hafi sjaldan verið jólalegri og það verði ómótstæðilegt að koma hingað, versla og setjast inn á veitingahús.“
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira