Tölum um framleiðslutapið Sverrir Bartolozzi skrifar 23. október 2020 11:31 Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun