Yfirmaður smitrakningarteymisins: „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 08:56 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira