„Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 07:37 Upptök skjálftans á þriðjudag, sem mældist 5,6, voru á Núphlíðarhálsi, skammt frá Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira