„Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 07:37 Upptök skjálftans á þriðjudag, sem mældist 5,6, voru á Núphlíðarhálsi, skammt frá Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira