Kirkjuhúsið selt einum stofnenda Nikita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 17:34 Kirkjuhúsið hefur verið selt. Vísir/Hanna Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans að því er fram kemur í frétt RÚV. Valdimar, ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, stofnaði fatamerkið Nikita áður en það var selt finnsku íþróttavörusamsteypunni Amer Sports. Kirkjuráð samþykkti tilboð í húsnæðið um miðjan september síðastliðinn en samningnum hefur enn ekki verið þinglýst. Þá hefur ekki fengist uppgefið hver kaupupphæðin hafi verið á húsinu en verð sem sett var á eignina voru 570 milljónir. Húsnæðið hefur ekki verið í notkun í um ár eftir að Biskupsstofa flutti alla sína starfsemi í Katrínartún og lá þá endanlega fyrir að selja þyrfti húsið. Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að selja húsið við Laugaveg 31 en fyrir þremur árum síðan bárust nokkur tilboð í eignina en þeim var öllum hafnað, þar á meðal staðgreiðslutilboði frá M3 Capital ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri að nýir eigendur segist sjá tækifæri í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast þeir koma á fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Húsið hefur ávallt verið talið einstaklega veglegt en það er 1.540 fermetrar að stærð og eru upphleyptar myndir af gríska guðinum Hermesi á svölum hússins. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara fyrir Martein Einarsson Kaupmann og var það reist á árunum 1928-1930. Þjóðkirkjan Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans að því er fram kemur í frétt RÚV. Valdimar, ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, stofnaði fatamerkið Nikita áður en það var selt finnsku íþróttavörusamsteypunni Amer Sports. Kirkjuráð samþykkti tilboð í húsnæðið um miðjan september síðastliðinn en samningnum hefur enn ekki verið þinglýst. Þá hefur ekki fengist uppgefið hver kaupupphæðin hafi verið á húsinu en verð sem sett var á eignina voru 570 milljónir. Húsnæðið hefur ekki verið í notkun í um ár eftir að Biskupsstofa flutti alla sína starfsemi í Katrínartún og lá þá endanlega fyrir að selja þyrfti húsið. Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að selja húsið við Laugaveg 31 en fyrir þremur árum síðan bárust nokkur tilboð í eignina en þeim var öllum hafnað, þar á meðal staðgreiðslutilboði frá M3 Capital ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri að nýir eigendur segist sjá tækifæri í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast þeir koma á fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Húsið hefur ávallt verið talið einstaklega veglegt en það er 1.540 fermetrar að stærð og eru upphleyptar myndir af gríska guðinum Hermesi á svölum hússins. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara fyrir Martein Einarsson Kaupmann og var það reist á árunum 1928-1930.
Þjóðkirkjan Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51