Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:51 James Randi á viðburði í tengslum við kvikmynd um ævi hans sem kom út árið 2016. Vísir/Getty James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann. Andlát Kanada Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. Menntasjóður sem Randi stofnaði tilkynnti um andlát hans en greindi ekki frá banameini hans. Randi hafði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóma undanfarin ár. Hann lést í gær, þriðjudag 20. október, að sögn Washington Post. Randi fæddist í Toronto í Kanada árið 1928 og hét þá Randall James Hamilton Zwinge. Hann hneigðist snemma að töfrabrögðum og sjónhverfingum og hasslaði sér völl sem „Sá ótrúlegi Randi“. Á gamalsaldri kom Randi út úr skápnum. Hann giftist Deyvi Peña, venesúelskum listamanni, árið 2013. Sem sjónhverfingarmaður sérhæfði Randi sig meðal annars í því að sleppa úr að því er virtist ómögulegum aðstæðum líkt og Harry Houdini forðum. Losaði hann sig úr spennitreyjum, peningaskápum og fangelsum. Eitt sinn losaði hann sig úr sprennitreyju hangandi á hvolfi yfir Niagra-fossum. Þrátt fyrir blekkingarnar sem hann hafði að atvinnu voru hvers kyns hindurvitni, kukl og fals eitur í beinum Randi. Hann helgaði sig þannig því að afhjúpa miðla, sjónvarpspredikara og fólk sem hélt því fram að það byggi yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Bauð hann meðal annars fram milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem gæti sýnt fram á yfirskilvitlega hæfileika. Fræg eru viðskipti Randi við Uri Geller, ísraelskan „miðil“ sem hélt því fram að hann gæti beygt skeiðar með hugarafli. Geller höfðaði meðal annars meiðyrðamál gegn Randi eftir að sjónhverfingarmaðurinn sakaði hann um blekkingar og lék bragðið eftir sjálfur. „Að mínu áliti kallar Geller skömm yfir þá list sem ég stunda. Það sem verra er truflar hann hugsanir ungrar kynslóðar huga sem eru í mótun. Það er ófyrirgefanlegt,“ sagði Randi um Geller árið 1993. Randi heimsótti Ísland árið 2010 og hélt vel sótta fyrirlestra um hindurvitni í Háskóla Íslands. Þar tæmdi hann meðal annars úr heilu glasi af töflum sem áttu að innihalda eitrið arsenik til að sýna fram á að hómópatalyf væru áhrifalaus. „Einn kvilli er til sem smáskammtalækningarnar geta læknað. Ef þú glímir við bólgið veski þá getur hómópatía bjargað því fyrir þig á svipstundu!“ sagði Randi í viðtali við Morgunblaðið í júní árið 2010. Þá hafði hann verulegar áhyggjur af örlögum skynsemishyggju í heiminum. „Fólk telur sig ekki geta verið blekkt. Það heldur að það sé svo snjallt að það sé ekki hægt að plata það. Þetta er hættuleg hugsun því það eru auglýsingar og afætur með annarlegar hvatir sem reyna sitt besta til þess að hafa af fólki fé þess, öryggi og framtíð með blekkingum,“ sagði hann.
Andlát Kanada Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira