Tveir erlendir leikmenn farnir frá ÍBV og óljóst með hina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2020 14:31 Grace Hancock og Miyah Watford hafa leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. vísir/daníel Óvíst er hversu margir af erlendu leikmönnunum sem hafa leikið með ÍBV í sumar verða með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess í Pepsi Max-deild kvenna, að því gefnu að hægt verði að klára Íslandsmótið. ÍBV er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, einu stigi frá fallsæti. Átta erlendir leikmenn hafa leikið með ÍBV í sumar: Danielle Tolmais, Miyah Watford, Grace Hancock, Fatma Kara, Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova og Karlina Miksone. Þær þrjár síðastnefndu eru nú með lettneska landsliðinu sem mætir Svíþjóð og Slóvakíu í undankeppni EM á næstu dögum. Tolmais yfirgaf herbúðir ÍBV fyrir nokkru síðan og ljóst er að þær Watford og Hancock koma ekki aftur til liðsins. Watford lék fimmtán leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk og Hancock lék tíu leiki og skoraði eitt mark. „Flestar þeirra eru í landsliðsverkefni eins og er. En af þeim sem byrjuðu mótið eru þrjár farnar. Svo eru hinar samningslausar og það er verið að semja aftur. Þær þurfa reyndar að fara í sóttkví þegar þær mæta aftur. Þetta er mjög óljóst hjá okkur og kemur illa við okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi í dag. „Allar þær sem koma til baka í kringum 1. nóvember eftir landsleikina fara í sóttkví. En það er reyndar ekkert staðfest að þær komi til baka. Þetta er í vinnslu. Við verðum sennilega ekki með sama lið og við höfum spilað á.“ Eins og áður sagði á ÍBV tvo leiki eftir í Pepsi Max-deildinni, gegn Selfossi á útivelli og KR á heimavelli. Ný dagsetning fyrir þá leiki kemur í dag. „Það ætti að vera í lagi að spila hér svo lengi sem það er ekki snjór og vitlaust veður. Við æfum bara úti núna og það ekkert vandamál, nema við þurfum að æfa fyrr út af myrkri,“ sagði Andri aðspurður um aðstæður til fótboltaiðkunar í Vestmannaeyjum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53 Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Óvíst er hversu margir af erlendu leikmönnunum sem hafa leikið með ÍBV í sumar verða með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess í Pepsi Max-deild kvenna, að því gefnu að hægt verði að klára Íslandsmótið. ÍBV er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, einu stigi frá fallsæti. Átta erlendir leikmenn hafa leikið með ÍBV í sumar: Danielle Tolmais, Miyah Watford, Grace Hancock, Fatma Kara, Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova og Karlina Miksone. Þær þrjár síðastnefndu eru nú með lettneska landsliðinu sem mætir Svíþjóð og Slóvakíu í undankeppni EM á næstu dögum. Tolmais yfirgaf herbúðir ÍBV fyrir nokkru síðan og ljóst er að þær Watford og Hancock koma ekki aftur til liðsins. Watford lék fimmtán leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk og Hancock lék tíu leiki og skoraði eitt mark. „Flestar þeirra eru í landsliðsverkefni eins og er. En af þeim sem byrjuðu mótið eru þrjár farnar. Svo eru hinar samningslausar og það er verið að semja aftur. Þær þurfa reyndar að fara í sóttkví þegar þær mæta aftur. Þetta er mjög óljóst hjá okkur og kemur illa við okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi í dag. „Allar þær sem koma til baka í kringum 1. nóvember eftir landsleikina fara í sóttkví. En það er reyndar ekkert staðfest að þær komi til baka. Þetta er í vinnslu. Við verðum sennilega ekki með sama lið og við höfum spilað á.“ Eins og áður sagði á ÍBV tvo leiki eftir í Pepsi Max-deildinni, gegn Selfossi á útivelli og KR á heimavelli. Ný dagsetning fyrir þá leiki kemur í dag. „Það ætti að vera í lagi að spila hér svo lengi sem það er ekki snjór og vitlaust veður. Við æfum bara úti núna og það ekkert vandamál, nema við þurfum að æfa fyrr út af myrkri,“ sagði Andri aðspurður um aðstæður til fótboltaiðkunar í Vestmannaeyjum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53 Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53
Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki