Svartur blettur á borgarstjórn Egill Þór Jónsson skrifar 21. október 2020 12:01 Borgarstjórn fundaði í gær og voru tvö mikilvæg mál afgreidd á fundinum sem samþykkt voru samhljóða áður en tvær grímur fóru að renna á borgarfulltrúa. Annars vegar var um að ræða tillögu Sjálfstæðisflokksins um gerð úttektar á kynbundnum mun á námsárangri barna í grunn- og leikskólum borgarinnar sem vísað til meðferðar og frekari útfærslu skóla- og frístundaráðs. Hins vegar var um tillögu meirihlutans að ræða að fela velferðarsviði að hefja viðræður við heilbrigðisráðuneytið um sameiginlegan rekstur á neyslurými í Reykjavík. Undir lok fundar var óskað eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að skipta út einum fulltrúa sínum fyrir annan fulltrúa í endurskoðunarnefnd borgarinnar. Þessi ósk hafði legið fyrir fimm dögum fyrir fundinn, sem telst raunar nokkuð langur tími, en hefð er fyrir því að þeir flokkar sem eiga sæti í ákveðnum ráðum og nefndum borgarinnar geti óskað eftir breytingu á skipan fulltrúa með afbrigðum. Og það með mun skemmri fyrirvara en var á þessari ósk okkar, enda á forræði flokkanna að velja fulltrúa til að sitja í þeirra umboði. Fordæmalaus valdbeiting Meirihluti borgarstjórnar, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata, misbeittu valdi sínu og höfnuðu þessari fullkomlega eðlilegu ósk okkar sjálfstæðismanna. Með þessu var sleginn nýr tónn í valdbeitingu meirihluta gegn minnihluta, en vinnubrögð þessi eru áfellisdómur yfir meirihlutaflokkunum og svartur blettur á borgarstjórn Reykjavíkur. En hvað útskýrir þessi vinnubrögð meirihlutans og borgarstjórans? Sá aðili, Einar S. Hálfdánarson, sem skipa átti inn í nefndina hafði áður gert athugasemdir við framsetningu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. Ekki var hlustað á hans faglegu rök og varnaðarorð og ákvað hann því að segja sig frá nefndinni þar til niðurstaða fengist í málið. Borgarstjóri kvartaði raunar sáran undan athugasemdum Einars á sínum tíma þegar samstæðureikningurinn var til umræðu í borgarstjórn og gaf lítið fyrir varnaðarorð hans og Sjálfstæðisflokksins, sem undirritaði reikninginn með fyrirvara vegna þessa. Svo virðist sem borgarstjóra sé ekki kunnugt um þá staðreynd að það er beinlínis hlutverk fulltrúa í endurskoðunarnefndum almennt, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, lánastofnunum, tryggingafélögum eða Reykjavíkurborg, að hafa eftirlit með reikningsskilum. Nefndir sem þessar eiga sér stoð í lögum en skylt er að starfrækja slíkar nefndir í einingum tengdum almannahagsmunum. Nefndin hefur fallist á gagnrýnina Nú liggur fyrir álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sem hefur fallist á gagnrýni Einars. Borgarstjóra var greinilega verulega brugðið yfir þeirri niðurstöðu og brá því á það ráð að gera hæfi viðkomandi tortryggilegt án nokkurra raka og ákveður ásamt forseta borgarstjórnar að koma í veg fyrir að taka kosninguna inn á dagskrá fundarins. Sú skógarferð borgarstjórans að reyna að varpa rýrð á hæfi viðkomandi er hálf hjákátleg, enda viðkomandi hámenntaður í þessum fræðum en hann er hæstaréttarlögmaður með viðskiptafræðigráðu frá virtum háskóla í Bandaríkjunum með aðaláherslu á reikningsskil. Þá er hann enn fremur löggiltur endurskoðandi sem er gjarnan fenginn sem matsmaður og sem sérfróður dómari við íslenska dómstóla þar sem reynir á reikningsskil. Vandfundinn er hæfari maður til setu í nefndinni. Augljós ásetningur Ásetningur borgarstjóra er augljós því á næstu dögum verður úrskurður reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga til umræðu í endurskoðunarnefndinni og augljóst að borgarstjóri ætlar sér að leita allra leiða til að fegra úrskurðinn sér í vil. Þess vegna var allt gert til að koma í veg fyrir að hægt yrði að skipa viðkomandi aftur í nefndina. Þetta er gömul saga og ný þegar borgarstjórinn á í hlut þar sem úrskurðir og úttektir liggja fyrir sem eru honum í óhag. Hann hefur farið mikinn á fundum borgarstjórnar og í fjölmiðlum í þeirri vegferð sinni að réttlæta reikningsskilin, sem gefa ekki glögga mynd af svartri fjárhagsstöðu borgarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú að fjárhagsstaða borgarinnar verður enn svartari verði réttum reikningsskilareglum beitt og því verður forvitnilegt að sjá hvert útspil borgarstjórans verður í tengslum við úrskurð nefndarinnar. Hætt er við að sama leiksýningin verði endurtekin enn og aftur þegar óþægileg mál koma upp hjá borginni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Borgarstjórn Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn fundaði í gær og voru tvö mikilvæg mál afgreidd á fundinum sem samþykkt voru samhljóða áður en tvær grímur fóru að renna á borgarfulltrúa. Annars vegar var um að ræða tillögu Sjálfstæðisflokksins um gerð úttektar á kynbundnum mun á námsárangri barna í grunn- og leikskólum borgarinnar sem vísað til meðferðar og frekari útfærslu skóla- og frístundaráðs. Hins vegar var um tillögu meirihlutans að ræða að fela velferðarsviði að hefja viðræður við heilbrigðisráðuneytið um sameiginlegan rekstur á neyslurými í Reykjavík. Undir lok fundar var óskað eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að skipta út einum fulltrúa sínum fyrir annan fulltrúa í endurskoðunarnefnd borgarinnar. Þessi ósk hafði legið fyrir fimm dögum fyrir fundinn, sem telst raunar nokkuð langur tími, en hefð er fyrir því að þeir flokkar sem eiga sæti í ákveðnum ráðum og nefndum borgarinnar geti óskað eftir breytingu á skipan fulltrúa með afbrigðum. Og það með mun skemmri fyrirvara en var á þessari ósk okkar, enda á forræði flokkanna að velja fulltrúa til að sitja í þeirra umboði. Fordæmalaus valdbeiting Meirihluti borgarstjórnar, fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata, misbeittu valdi sínu og höfnuðu þessari fullkomlega eðlilegu ósk okkar sjálfstæðismanna. Með þessu var sleginn nýr tónn í valdbeitingu meirihluta gegn minnihluta, en vinnubrögð þessi eru áfellisdómur yfir meirihlutaflokkunum og svartur blettur á borgarstjórn Reykjavíkur. En hvað útskýrir þessi vinnubrögð meirihlutans og borgarstjórans? Sá aðili, Einar S. Hálfdánarson, sem skipa átti inn í nefndina hafði áður gert athugasemdir við framsetningu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. Ekki var hlustað á hans faglegu rök og varnaðarorð og ákvað hann því að segja sig frá nefndinni þar til niðurstaða fengist í málið. Borgarstjóri kvartaði raunar sáran undan athugasemdum Einars á sínum tíma þegar samstæðureikningurinn var til umræðu í borgarstjórn og gaf lítið fyrir varnaðarorð hans og Sjálfstæðisflokksins, sem undirritaði reikninginn með fyrirvara vegna þessa. Svo virðist sem borgarstjóra sé ekki kunnugt um þá staðreynd að það er beinlínis hlutverk fulltrúa í endurskoðunarnefndum almennt, hvort sem það er hjá lífeyrissjóðum, lánastofnunum, tryggingafélögum eða Reykjavíkurborg, að hafa eftirlit með reikningsskilum. Nefndir sem þessar eiga sér stoð í lögum en skylt er að starfrækja slíkar nefndir í einingum tengdum almannahagsmunum. Nefndin hefur fallist á gagnrýnina Nú liggur fyrir álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga sem hefur fallist á gagnrýni Einars. Borgarstjóra var greinilega verulega brugðið yfir þeirri niðurstöðu og brá því á það ráð að gera hæfi viðkomandi tortryggilegt án nokkurra raka og ákveður ásamt forseta borgarstjórnar að koma í veg fyrir að taka kosninguna inn á dagskrá fundarins. Sú skógarferð borgarstjórans að reyna að varpa rýrð á hæfi viðkomandi er hálf hjákátleg, enda viðkomandi hámenntaður í þessum fræðum en hann er hæstaréttarlögmaður með viðskiptafræðigráðu frá virtum háskóla í Bandaríkjunum með aðaláherslu á reikningsskil. Þá er hann enn fremur löggiltur endurskoðandi sem er gjarnan fenginn sem matsmaður og sem sérfróður dómari við íslenska dómstóla þar sem reynir á reikningsskil. Vandfundinn er hæfari maður til setu í nefndinni. Augljós ásetningur Ásetningur borgarstjóra er augljós því á næstu dögum verður úrskurður reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga til umræðu í endurskoðunarnefndinni og augljóst að borgarstjóri ætlar sér að leita allra leiða til að fegra úrskurðinn sér í vil. Þess vegna var allt gert til að koma í veg fyrir að hægt yrði að skipa viðkomandi aftur í nefndina. Þetta er gömul saga og ný þegar borgarstjórinn á í hlut þar sem úrskurðir og úttektir liggja fyrir sem eru honum í óhag. Hann hefur farið mikinn á fundum borgarstjórnar og í fjölmiðlum í þeirri vegferð sinni að réttlæta reikningsskilin, sem gefa ekki glögga mynd af svartri fjárhagsstöðu borgarinnar. Staðreyndin er nefnilega sú að fjárhagsstaða borgarinnar verður enn svartari verði réttum reikningsskilareglum beitt og því verður forvitnilegt að sjá hvert útspil borgarstjórans verður í tengslum við úrskurð nefndarinnar. Hætt er við að sama leiksýningin verði endurtekin enn og aftur þegar óþægileg mál koma upp hjá borginni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun