Vangaveltur um gagnsemi nýrrar stjórnarskrár Eydís Ýr Jónsdóttir skrifar 21. október 2020 10:31 Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Herferðin í kringum hina „nýju stjórnarskrá“ hefur varla farið fram hjá neinum. Það sem virðist hins vegar gleymast í umræðunni, og er í raun kjarni málsins, hvað er stjórnarskrá? Hvaða hlutverki er henni ætlað að gegna? Hvaða málefni eiga heima í stjórnarskránni og hvað er betra að útfæra með almennri löggjöf? Stjórnarskrá er meðal annars ætlað að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis og ákvæði um ýmis grundvallarréttindi borgaranna. Hún ætti að vera fáorð og hnitmiðuð, enda ætlað að standa af sér stefnur og strauma, og veita réttaröryggi. Almennri löggjöf frá Alþingi er hins vegar ætlað að útfæra nánar það sem segir í stjórnarskránni, án þess að fara gegn henni, og breytast í takt við tíðarandann. Einmitt af þeirri ástæðu er auðveldara að breyta almennum lögum. Í frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1994 eru lagðar til hinar ýmsu breytingar. Nánar tiltekið er þar að finna hvorki meira né minna en 114 ákvæði. Þess má geta að núgildandi stjórnarskrá inniheldur 81 ákvæði og telur fimm síður. Í frumvarpinu er til að mynda kveðið á um að tryggja skuli rétt manna til viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, og rétt manna á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Allt er þetta gott og gilt en hvað telst viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta? Hvenær telst andrúmsloft mengað eða náttúran spillt? Að minnsta kosti það mengað eða spillt að brotið sé gegn stjórnarskrárvörðum réttindum? Er yfirhöfuð hægt að framfylgja þessum ákvæðum, hvort sem þau eru í stjórnarskrá eða almennri löggjöf? Þá hefur efnislegt inntak ákvæða stjórnarskrárinnar verið túlkað af dómstólum síðan hún tók gildi 17. júní 1944, fyrir 76 árum. Það er því ekki nóg að lesa texta stjórnarskrárinnar þegar efnislegt inntak hennar er kannað heldur þarf að líta til dómaframkvæmdar síðastliðin 76 árin. Þá verður einnig að hafa til hliðsjónar dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. En hverjar eru afleiðingar þess að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá? Munum við enn geta litið til þessara dómafordæma þegar kemur að því að túlka efnislegt inntak ákvæða „nýju“ stjórnarskrárinnar? Eða þurfum við hreinlega að byrja upp á nýtt? Líkt og áður var vikið að hafa ákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkuð af dómstólum í langan tíma. Efnislegt inntak margra þeirra, einkum mannréttindaákvæðanna í VII. kafla, er því annað og meira en beint orðalag þeirra gefur til kynna. Hefur til að mynda hugtakið „friðhelgi einkalífs“ verið túlkað rúmt og talið ná yfir friðhelgi heimilis og fjölskyldu, þá fellur þar undir réttur einstaklings til að ráða yfir lífi sínu, líkama og tilfinningalífi. Lögfesting á „nýju“ ákvæði sem beinlínis nefnir öll þessi atriði er ekki nauðsynlegt en kann vissulega að auðvelda lesturinn. Ég er ekki mótfallin stjórnarskrárbreytingum. Þvert á móti. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að kollvarpa núgildandi stjórnarskrá. Slíkt er til þess fallið að skapa réttaróvissu, sem fer einmitt gegn hlutverki stjórnarskrárinnar. Þá tel ég sum ákvæðanna í frumvarpinu óframkvæmanleg og í mörgum tilvikum væri fullnægjandi að breyta almennri löggjöf. Er ekki skynsamlegra, og þá einkum í ljósi þess að það er nokkuð ljóst að frumvarpið fær ekki brautargengi í heild sinni, að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf? Höfundur er lögfræðingur og starfar á LEX Lögmannsstofu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun