Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 18:13 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn