Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 15:56 Heiðrún Helga Bjarnadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel á meðan skjálftinn gekk yfir. Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur. Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur.
Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33