Stjórnvöld sökuð um virðingarleysi gagnvart lýðræðinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 13:32 Reimar Pétursson lögmaður segir að gengið hafi verið á stjórnarskrárvarin réttindi fólks í marga mánuði. Umræða um aðgerðirnar hefði átt að fara fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Það er virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagsins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að ákvörðunum stjórnvalda í faraldrinum að mati Reimars Péturssonar, lögmanns. Reimar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þegar fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita. Þar fjallaði hann almennt um aðgerðir stjórnvalda og setti annars vegar fram efasemdir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafi nægjanlega lagastoð og hins vegar efasemdir um niðurstöður nýlegrar álitsgerðar Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður. Reimar segir sóttvarnarlög fábrotin og óljós um heimildir stjórnvalda. „Þetta er mjög óheppilegt þar sem verið er að skerða margs konar stjórnarskrárvarin réttindi sem einungis er heimilt að skerða þegar lög heimila.“ Líkt og fram hefur komið stendur til að endurskoða sóttvarnalög og greindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, frá því á Alþingi í gær að ákveðið hefði verið að flýta þeirri endurskoðun í ljósi athugasemda sem fram koma í álitsgerðinni. Reimar bendir á að í Danmörku hafi sóttvarnarlögum verið breytt strax í upphafi faraldursins til að skýra allar heimildir stjórnvalda. Það hefði einnig átt að gera hér og telur Reimar að sú umræða hefði átt að fara fram á vettvangi Alþingis. „Ég hef ekki skilið hvers vegna frumvarp var ekki lagt fyrir þingið þegar ráðist var í þessar aðgerðir.“ Hann segir heimildina til að setja á samkomubann meðal annars óskýra. „Það þarf að vera skýrt hvað felst í þessu, hvort það sé til dæmis heimilt að banna fólki að koma saman í heimahúsum.“ Einnig sé heimild yfirvalda til að skikka fólk sem ekki er veikt í sóttkví hæpin. Stjórnarskráin hafi verið virt að vettugi í marga mánuði. „Svo er þessi álitsgerð pöntuð þegar öllum má vera ljóst að þessar heimildir eru óburðugar í einhvers konar tilraun til að réttlæta klaufaganginn. Í staðinn fyrir að ganga hreint til verks og laga þetta fá menn álitsgerð um að þetta hafi kannski verið í lagi,“ segir Reimar. „Þetta virðist mér einhvers konar virðingarleysi gagnvart leikreglum lýðræðisins og valdaskiptingu samfélagins að þingið skuli ekki hafa komið í ríkari mæli að reglusetningu. Að það eina sem þingið fái til umfjöllunar sé hvernig skipta eigi fé í ráðstafanir vegna þessara aðgerða,“ segir Reimar.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira