Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 12:20 Hér má sjá nokkra þeirra tíma sem í boði eru seinni partinn í World Class. Fólk er minnt á að mæta með handklæðin sín enda á að taka vel á því. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira