Innlent

21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi brunans á Augastöðum í Borgarfirði um helgina. Kona lést í brunanum.
Frá vettvangi brunans á Augastöðum í Borgarfirði um helgina. Kona lést í brunanum.

Alls hef­ur 21 lát­ist í elds­voðum á Íslandi frá árs­byrj­un 2010 til dags­ins í dag. Þetta kem­ur fram í töl­um frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Það sem af er þessu ári hafa sex farist í brunum. Á sunnudag lést kona í bruna á bæn­um Auga­stöðum í Hálsa­sveit í Borg­ar­f­irði og helg­ina þar á und­an fórst maður þegar eld­ur kom upp í bíl í upp­sveit­um Árnes­sýslu.

Þá lét einn lífið í eldsvoða á Akureyi í maímánuði og síðan þrír í brunanum mikla á Bræðra­borg­ar­stíg í Reykja­vík síðari hluta júní­mánaðar.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Ánessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að eldvörnum á einkaheimilum verði varla komið við, enda séu heimili friðhelg samkvæmt lögum.

Því sé best að leggja áherslu á fræðslu og forvarnir. Pétur segir þó bót í máli að nú stendur til að fara að ástandsskoða gastæki í farhýsum sérstaklega, líkt og gert er í löndunum í kringum okkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×