„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:08 Hrafnhildur Arnardóttir er eigandi Greiðunnar, hárgreiðslustofu við Háaleitisbraut. Aðsend Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45