„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 23:08 Hrafnhildur Arnardóttir er eigandi Greiðunnar, hárgreiðslustofu við Háaleitisbraut. Aðsend Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Sjá meira
Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort vera á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. Reglurnar þurfi að vera mikið skýrari svo fólk átti sig á því hvernig það megi haga starfsemi sinni. „Við erum alveg rugluð. Maður er alltaf bara að hlusta á sjónvarpið því maður hefur mesta trú á því hvað þau segja. Núna hefur ekkert verið minnst á hárgreiðslu,“ segir Hrafnhildur í samtali við Vísi. Margir kúnnar hafi sett sig í samband við hana eftir að ný reglugerð var birt; „og ég segi alltaf: Hlustið bara á fréttirnar eins og ég. Það er ekkert sem ég get sagt.“ Ný reglugerð tekur gildi í fyrramálið og segir þar í 4. grein, þar sem kveðið er á um almenna nálægðartakmörkun, að nota skuli andlitsgrímu ef ekki sé unnt að tryggja tveggja metra regluna í starfsemi. Eru hárgreiðslustofur sérstaklega nefndar í því samhengi. Neðst í reglugerðinni er þó að finna bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um sérstakar takmarkanir fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar er tekið fram að hárgreiðslustofur skuli vera lokaðar. Hrafnhildur segir þetta alls ekki skýrt fyrir hinn almenna borgara, sem þarf að fylgja reglunum. „Við erum hissa á því hvernig upplýsingamiðlun er. Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari, það hefur ekki verið minnst á hárgreiðslustofur og við sitjum yfir þessu sem eigendur.“ Treysta sér til þess að opna Hrafnhildur telur flesta tilbúna til þess að opna hárgreiðslustofur höfuðborgarsvæðisins í ljósi þess að nú sé leyfilegt að hafa skipulagða hópatíma hjá íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum, en þó með því skilyrði að allir skrái sig í tímann og enginn nota sama búnað. Að sögn Hrafnhildar er vel hægt að útfæra starfsemi hárgreiðslustofa í samræmi við gildandi tilmæli. Þau hafi öll tekið á móti kúnnum með andlitsgrímur fyrr í sumar og notað hanska. Þá þurfi fólk að panta tíma og því gætu stofurnar haft góða yfirsýn yfir þá sem koma og fara. Hún segir erfitt að átta sig á því hvaða reglur gilda hverju sinni, hvort fólk megi opna og þá með hvaða hætti. Upplýsingagjöfin sé engin. „Ég er með fólk í vinnu og maður veit ekkert. Svo er fólk með leigu og fleira, þannig þetta er svolítið sorglegt.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Fleiri fréttir Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. 19. október 2020 16:45