Mannréttindi í velferðarþjónustu: Í minningu baráttukonu Lára Björnsdóttir skrifar 19. október 2020 17:00 Við Íslendingar erum og megum vera stolt af því að búa í velferðarsamfélagi. Með sameiginlegum sjóðum er séð fyrir menntun, heilbrigðis- og félagsþjónustu og lágmarksframfærslu. Sem sagt okkur er séð fyrir velferðarþjónustu í víðasta skilningi þess orðs. Ekkert þessara gæða velferðarsamfélagsins hefur þó orðið til áreynslu- eða átakalaust og sífellt takast á mismunandi sjónarmið um innihald og fyrirkomulag velferðarþjónustunnar. Löngum hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verið bitbein fólks og flokka og fullyrða má að notendur þeirrar þjónustu hafi setið neðst í virðingarstiga samfélagsins. Kannski sætir það ekki furðu þegar litið er til þess að fjárhagsaðstoðin er arfleifð fátækrarframfærslunnar sem um aldir svipti fólk öllum borgarlegum réttindum, sundraði fjölskyldum og börn voru tekin af foreldrum/mæðrum vegna fátæktar. Útskúfun, sveitfesti og ævarandi skömm hvíldi á einstaklingum og fjölskyldum sem voru „á sveit“ og sú skömm fylgdi landsmönnum inn í 20. öldina.Hugmyndin um „einskisverða ómagann“ var rótgróin íslenskri þjóðarsál þar sem fólki var skipt upp í verðuga og þá sem ekki þóttu fylla þann hóp. Það þarf því ekki að undra að það var ekki fyrr en undir lok 20. aldarinnar, eða árið 1991, að Alþingi Íslendinga tókst loks að ná samstöðu um lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög sem kváðu á um réttindi og þjónustu. Segja má að þessi lagasetning hafi verið eitt af stóru skrefunum í mannréttindabaráttu á Íslandi þar sem því var slegið föstu að sveitarfélögin skyldu tryggja fólki margvíslega félagslega þjónustu og framfærslu án viðurlaga. Það varð samt engin sérstök byltingin hjá sveitarfélögunum í kjölfar samþykktar laganna. Meira að segja Reykjavíkurborg, sem hafði komið á nútímalegri Félagsmálastofnun 20 árum fyrr, hélt að mestu leyti sínu fyrra striki. Þegar R-listinn tók við stjórn borgarinnar árið 1994 kom það í hlut Guðrúnar Ögmundsdóttur, borgarfulltrúa, að veita félagsmálaráði borgarinnar forystu. Það hefur sennilega þótt eðlilegt að fela félagsráðgjafanum Guðrúnu þetta hlutverk og eitt er víst að þessi ráðstöfun mála reyndist heillarík. Guðrún var reyndur fagmaður og hafði auk þess mannréttindi og réttlæti að leiðarljósi í áherslum sínum og stjórn ráðsins. Guðrún lagði mikið upp úr að ná samkomulagi meiri og minnihluta um mikilvæg mál. Einnig tókst traust samstarf með Guðrúnu og undirritaðri sem hafði verið ráðin félagsmálastjóri skömmu áður en R listinn tók við stjórnartaumunum. Eitt fyrsta og nauðsynlegasta úrlausnarefnið sem blasti við okkur var að breyta reglum og vinnubrögðum við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð og aðlaga hvorutveggja anda nýju félagsþjónustulaganna. Gildandi reglur voru flóknar og ógegnsæar sem leiddi til ójafnræðis umsækjenda og biðlistar voru langir eftir þessari nauðsynlegu þjónustu. Það var sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar bornar voru fram tillögur að nýjum og einfaldari en um margt byltingakenndum reglum sem byggðu á réttindum og afkomutryggingu. Enda urðu átök og deilur um tillögurnar bæði á vettvangi stjórnmálanna og meðal starfsfólks Félagsmálastofnunar. Það kom eðli málsins samkvæmt í hlut Guðrúnar að berjast fyrir breytingunum innan stjórnmálanna og það var ekki létt verk. Í fyrstu umferð voru reglurnar þó samþykktar í félagsmálaráði með hjásetu minnihlutans. Það eitt segir mikið um lagni Guðrúnar við að stýra ráðinu. Róðurinn varð erfiðari þegar kom að borgarráði og borgarstjórn. Flestir borgarfulltrúar voru annað hvort fullir efasemda og/eða andstöðu. Eftir mikla vinnu og einarða sameiginlega baráttu okkar Guðrúnar á öllum vígstöðvum voru reglurnar og allt sem af þeim leiddi samþykktar 6. apríl 1995 en einungis til reynslu í eitt ár í fyrstu. En teningunum hafði verið kastað og ekki varð aftur snúið til fyrri tíma. Það sem upp úr stendur var viðhorfsbreyting og skilaboð til samfélagsins alls um að fjárhagsaðstoð væri sjálfsögð réttindi og nauðsynleg aðstoð samfélagsins við tekjulaust fólk. Skilaboðin voru að ekki lengur þyrfti eða ætti að fara í felur með að leita til Félagsmálastofnunar enda væri þar að finna margvíslega félagsþjónustu ef eftir henni væri leitað. Árið 1995 var í fyrsta sinn gefinn út bæklingur með upplýsingum um reglur og rétt til fjárhagsaðstoðar. Það segir sína sögu. Alls þessa er gott að minnast nú á 70 ára afmælisdegi Guðrúnar Ögmundsdóttur félagsráðgjafa og baráttukonu fyrir mannréttindum. Þegar aldarfjórðungur er liðinn frá umræddum breytingum er rétt að brýna þá sem starfa í velferðarkerfinu á Íslandi að endurskoða og umbylta gömlum kerfum með þarfir og þátttöku notenda þjónustunnar í huga. Valdefling og þátttaka notenda í skipulagningu eigin þjónustu hefur verið á dagskrá frá aldamótum. Því miður hefur samt lítið þokast þannig að gagngerar breytingar hafi orðið á viðhorfum og vinnubrögðum og kerfin eru þunglamaleg. Það væri í anda arfleifðar Guðrúnar Ögmundsdóttur að komið yrði á alvöru vettvangi fyrir notendur á öllum aldri til að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsþjónustunnar á 21. öldinni þar sem flest er orðið nýtt undir sólinni nema það eitt að allir vilja ráða eigin lífi. Höfundur er fyrrverandi félagsmálstjóri í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum og megum vera stolt af því að búa í velferðarsamfélagi. Með sameiginlegum sjóðum er séð fyrir menntun, heilbrigðis- og félagsþjónustu og lágmarksframfærslu. Sem sagt okkur er séð fyrir velferðarþjónustu í víðasta skilningi þess orðs. Ekkert þessara gæða velferðarsamfélagsins hefur þó orðið til áreynslu- eða átakalaust og sífellt takast á mismunandi sjónarmið um innihald og fyrirkomulag velferðarþjónustunnar. Löngum hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verið bitbein fólks og flokka og fullyrða má að notendur þeirrar þjónustu hafi setið neðst í virðingarstiga samfélagsins. Kannski sætir það ekki furðu þegar litið er til þess að fjárhagsaðstoðin er arfleifð fátækrarframfærslunnar sem um aldir svipti fólk öllum borgarlegum réttindum, sundraði fjölskyldum og börn voru tekin af foreldrum/mæðrum vegna fátæktar. Útskúfun, sveitfesti og ævarandi skömm hvíldi á einstaklingum og fjölskyldum sem voru „á sveit“ og sú skömm fylgdi landsmönnum inn í 20. öldina.Hugmyndin um „einskisverða ómagann“ var rótgróin íslenskri þjóðarsál þar sem fólki var skipt upp í verðuga og þá sem ekki þóttu fylla þann hóp. Það þarf því ekki að undra að það var ekki fyrr en undir lok 20. aldarinnar, eða árið 1991, að Alþingi Íslendinga tókst loks að ná samstöðu um lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög sem kváðu á um réttindi og þjónustu. Segja má að þessi lagasetning hafi verið eitt af stóru skrefunum í mannréttindabaráttu á Íslandi þar sem því var slegið föstu að sveitarfélögin skyldu tryggja fólki margvíslega félagslega þjónustu og framfærslu án viðurlaga. Það varð samt engin sérstök byltingin hjá sveitarfélögunum í kjölfar samþykktar laganna. Meira að segja Reykjavíkurborg, sem hafði komið á nútímalegri Félagsmálastofnun 20 árum fyrr, hélt að mestu leyti sínu fyrra striki. Þegar R-listinn tók við stjórn borgarinnar árið 1994 kom það í hlut Guðrúnar Ögmundsdóttur, borgarfulltrúa, að veita félagsmálaráði borgarinnar forystu. Það hefur sennilega þótt eðlilegt að fela félagsráðgjafanum Guðrúnu þetta hlutverk og eitt er víst að þessi ráðstöfun mála reyndist heillarík. Guðrún var reyndur fagmaður og hafði auk þess mannréttindi og réttlæti að leiðarljósi í áherslum sínum og stjórn ráðsins. Guðrún lagði mikið upp úr að ná samkomulagi meiri og minnihluta um mikilvæg mál. Einnig tókst traust samstarf með Guðrúnu og undirritaðri sem hafði verið ráðin félagsmálastjóri skömmu áður en R listinn tók við stjórnartaumunum. Eitt fyrsta og nauðsynlegasta úrlausnarefnið sem blasti við okkur var að breyta reglum og vinnubrögðum við afgreiðslu umsókna um fjárhagsaðstoð og aðlaga hvorutveggja anda nýju félagsþjónustulaganna. Gildandi reglur voru flóknar og ógegnsæar sem leiddi til ójafnræðis umsækjenda og biðlistar voru langir eftir þessari nauðsynlegu þjónustu. Það var sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þegar bornar voru fram tillögur að nýjum og einfaldari en um margt byltingakenndum reglum sem byggðu á réttindum og afkomutryggingu. Enda urðu átök og deilur um tillögurnar bæði á vettvangi stjórnmálanna og meðal starfsfólks Félagsmálastofnunar. Það kom eðli málsins samkvæmt í hlut Guðrúnar að berjast fyrir breytingunum innan stjórnmálanna og það var ekki létt verk. Í fyrstu umferð voru reglurnar þó samþykktar í félagsmálaráði með hjásetu minnihlutans. Það eitt segir mikið um lagni Guðrúnar við að stýra ráðinu. Róðurinn varð erfiðari þegar kom að borgarráði og borgarstjórn. Flestir borgarfulltrúar voru annað hvort fullir efasemda og/eða andstöðu. Eftir mikla vinnu og einarða sameiginlega baráttu okkar Guðrúnar á öllum vígstöðvum voru reglurnar og allt sem af þeim leiddi samþykktar 6. apríl 1995 en einungis til reynslu í eitt ár í fyrstu. En teningunum hafði verið kastað og ekki varð aftur snúið til fyrri tíma. Það sem upp úr stendur var viðhorfsbreyting og skilaboð til samfélagsins alls um að fjárhagsaðstoð væri sjálfsögð réttindi og nauðsynleg aðstoð samfélagsins við tekjulaust fólk. Skilaboðin voru að ekki lengur þyrfti eða ætti að fara í felur með að leita til Félagsmálastofnunar enda væri þar að finna margvíslega félagsþjónustu ef eftir henni væri leitað. Árið 1995 var í fyrsta sinn gefinn út bæklingur með upplýsingum um reglur og rétt til fjárhagsaðstoðar. Það segir sína sögu. Alls þessa er gott að minnast nú á 70 ára afmælisdegi Guðrúnar Ögmundsdóttur félagsráðgjafa og baráttukonu fyrir mannréttindum. Þegar aldarfjórðungur er liðinn frá umræddum breytingum er rétt að brýna þá sem starfa í velferðarkerfinu á Íslandi að endurskoða og umbylta gömlum kerfum með þarfir og þátttöku notenda þjónustunnar í huga. Valdefling og þátttaka notenda í skipulagningu eigin þjónustu hefur verið á dagskrá frá aldamótum. Því miður hefur samt lítið þokast þannig að gagngerar breytingar hafi orðið á viðhorfum og vinnubrögðum og kerfin eru þunglamaleg. Það væri í anda arfleifðar Guðrúnar Ögmundsdóttur að komið yrði á alvöru vettvangi fyrir notendur á öllum aldri til að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd félagsþjónustunnar á 21. öldinni þar sem flest er orðið nýtt undir sólinni nema það eitt að allir vilja ráða eigin lífi. Höfundur er fyrrverandi félagsmálstjóri í Reykjavík
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun