Hver er nýjasti landsliðsmaður Íslands? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2020 09:00 Óskar Ólafsson gæti leikið sína fyrstu landsleiki í byrju næsta mánaðar. drammen Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, er eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Óskar er ekki ýkja þekktur hér á landi enda leikið allan sinn feril í Noregi og búið þar síðan hann var tveggja ára. „Þetta kom svolítið á óvart. Ég verð að viðurkenna það en þetta er alveg frábært,“ sagði Óskar aðspurður um landsliðsvalið í samtali við Vísi í gær. „Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Ísland, það er ekki spurning. Ég hef búið í Noregi síðan ég var tveggja ára en lék með yngri landsliðum Íslands. En ég er orðinn 26 ára þannig að það er smá tími síðan ég var þar,“ sagði Óskar sem er fæddur árið 1994. Hann kannast vel við jafnaldra sinn, Sigvalda Guðjónsson, sem er einnig í landsliðinu og hefur verið undanfarin misseri. „Ég var með Sigvalda og Janusi [Daða Smárasyni] í yngri landsliðunum. Sigvaldi spilaði líka fyrir Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Lítur á sig sem Íslending Þótt hann hafi búið í Noregi nánast alla sína tíð er hann bara með íslenskt ríkisfang og lítur á sig sem Íslending. „Mér líður eins og Íslendingi og við tölum íslensku heima. Það hefur aldrei komið til greina að fá norskan ríkisborgararétt,“ sagði Óskar. Hann er á sínu fimmta tímabili hjá Drammen en einn þekktasti handboltamaður Noregs, Kristian Kjelling, fékk hann þangað frá Follo 2016. Nýtt tækifærið í sókninni vel Óskar hefur aðallega verið þekktur sem varnarmaður en á þessu tímabili hefur hann fengið stærra hlutverk í sóknarleik Drammen. Hann hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti leikmaður Drammen á eftir Sindre André Aho. „Espen Lie Hansen, sem hefur leikið með norska landsliðinu, meiddist í byrjun tímabils og þá fékk ég tækifæri í sókninni og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Óskar. „Mér finnst mjög gaman að spila vörn. Það hefur verið mitt hlutverk og verið mjög fínt. En það er mjög gaman að fá tækifæri í sókninni.“ Eltingaleikurinn við Elverum Drammen er í 3. sæti norsku deildarinnar með þrettán stig, einu stigi á eftir toppliði Elverum sem á leik til góða. „Við höfum verið rétt á eftir Elverum öll árin mín í Drammen. Elverum hefur verið númer eitt og Arendal og Drammen þar rétt fyrir aftan,“ sagði Óskar. Hann segir að það hafi aldrei alvarlega komið til greina að spila á Íslandi, allavega ekki enn sem komið er. „Ég æfði með Val þegar Ólafur Stefánsson var þjálfari þar en það voru bara nokkrar æfingar,“ sagði Óskar. Hann hlakkar til að koma til móts við íslenska landsliðið og hefja landsliðsferilinn. „Ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Óskar að endingu. Norski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, er eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Óskar er ekki ýkja þekktur hér á landi enda leikið allan sinn feril í Noregi og búið þar síðan hann var tveggja ára. „Þetta kom svolítið á óvart. Ég verð að viðurkenna það en þetta er alveg frábært,“ sagði Óskar aðspurður um landsliðsvalið í samtali við Vísi í gær. „Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Ísland, það er ekki spurning. Ég hef búið í Noregi síðan ég var tveggja ára en lék með yngri landsliðum Íslands. En ég er orðinn 26 ára þannig að það er smá tími síðan ég var þar,“ sagði Óskar sem er fæddur árið 1994. Hann kannast vel við jafnaldra sinn, Sigvalda Guðjónsson, sem er einnig í landsliðinu og hefur verið undanfarin misseri. „Ég var með Sigvalda og Janusi [Daða Smárasyni] í yngri landsliðunum. Sigvaldi spilaði líka fyrir Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Lítur á sig sem Íslending Þótt hann hafi búið í Noregi nánast alla sína tíð er hann bara með íslenskt ríkisfang og lítur á sig sem Íslending. „Mér líður eins og Íslendingi og við tölum íslensku heima. Það hefur aldrei komið til greina að fá norskan ríkisborgararétt,“ sagði Óskar. Hann er á sínu fimmta tímabili hjá Drammen en einn þekktasti handboltamaður Noregs, Kristian Kjelling, fékk hann þangað frá Follo 2016. Nýtt tækifærið í sókninni vel Óskar hefur aðallega verið þekktur sem varnarmaður en á þessu tímabili hefur hann fengið stærra hlutverk í sóknarleik Drammen. Hann hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti leikmaður Drammen á eftir Sindre André Aho. „Espen Lie Hansen, sem hefur leikið með norska landsliðinu, meiddist í byrjun tímabils og þá fékk ég tækifæri í sókninni og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Óskar. „Mér finnst mjög gaman að spila vörn. Það hefur verið mitt hlutverk og verið mjög fínt. En það er mjög gaman að fá tækifæri í sókninni.“ Eltingaleikurinn við Elverum Drammen er í 3. sæti norsku deildarinnar með þrettán stig, einu stigi á eftir toppliði Elverum sem á leik til góða. „Við höfum verið rétt á eftir Elverum öll árin mín í Drammen. Elverum hefur verið númer eitt og Arendal og Drammen þar rétt fyrir aftan,“ sagði Óskar. Hann segir að það hafi aldrei alvarlega komið til greina að spila á Íslandi, allavega ekki enn sem komið er. „Ég æfði með Val þegar Ólafur Stefánsson var þjálfari þar en það voru bara nokkrar æfingar,“ sagði Óskar. Hann hlakkar til að koma til móts við íslenska landsliðið og hefja landsliðsferilinn. „Ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Óskar að endingu.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00