Fékk aldrei sendinguna þrátt fyrir 78 tölvupósta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 10:48 Maðurinn fékk gjöfina ekki afhenta. Getty/Pramote Polyamate Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent