Dönsk bráðabirgðastjórnarskrá? Skúli Magnússon skrifar 18. október 2020 13:01 Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun