Kona á níræðisaldri lést eftir að hafa smitast í tvígang Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 12:25 Greining á veirunni sýndi að um mismunandi afbrigði var að ræða í seinna skiptið. Getty/Carlos Mir 89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Sjá meira
89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Sjá meira
Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46