Makar krabbameinssjúklinga upplifa sig út undan í ferlinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2020 12:30 Félagið flutti starfsemina sína á dögunum í nýtt húsnæði á Selfossi, sem er við Eyraveg 31. Það er bjart og fallegt með nóg af plássi fyrir alla. Magnús Hlynur Hreiðarsson Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Makar þeirra, sem greinast með krabbamein upplifa sig út undan í ferlinu og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga á meðan makinn er í sinni krabbameinsmeðferð. Krabbameinsfélag Árnessýslu ætlar að bregðast við þessu og koma á fót stuðningshópi fyrir maka þeirra, sem eru í krabbameinsferli. Krabbameinsfélag Árnessýslu var stofnað 29.maí 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á næsta ári. Í félaginu eru um 300 manns og hefur starfið sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Félagið heldur t.d. úti stuðningshópum fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra og sérstakur hópur, Smárarnir eru fyrir karla, sem greinst hafa með krabbamein. Svanhildur Ólafsdóttir er formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Starfið hjá okkur gengur mikið út á það að vera bara til staðar fyrir fólkið í okkar samfélagi, veita fræðslu og veita félagsskap. Það er erfitt að vera í krabbameinsferlinu og detta út úr daglegri rútínu,“ segir Svanhildur Krabbameinsfélag Árnessýslu er með heilmikla starfsemi „Já, við erum alltaf að eflast, núna vorum við að flytja í nýtt húsnæði, sem gerir okkur kleift að efla þjónustuna enn þá frekar eins og að vera með fastan opnunartíma, fjölga viðtölum og vera með námskeið og fræðslumola, sem allir geta nýtt sér.“ Svanhildur segir að það hafi mikið breyst hjá félaginu þegar Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir hóf störf á sjúkrahúsinu á Selfossi því nú þurfa Sunnlendingar ekki að keyra lengur til Reykjavíkur til að komast til krabbameinslæknis. Mjög vel er passað upp á allar sóttvarnir í nýja húsinu vegna Covid-19.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að nú standi til að halda sérstaklega vel utan um maka þeirra, sem hafa fengið krabbamein eða eru í krabbameinsmeðferð, nýlega rannsókn Stefaníu Þóru Jónsdóttur, félagsráðgjafa hafi sýnt nauðsyn þess. „Niðurstöðurnar sýna að við erum svolítið að gleyma mökunum, þeir upplifa sig út undan í ferlinu og þeim vantar leiðbeiningar, fræðslu og utanumhald. Þannig að við ætlum að bregðast við því og erum að byrja með núna í október makahóp, sérstakan stuðningshóp bara fyrir makan,“ segir Svanhildur. Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnar 50 ára afmæli sínu á næsta ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira