Sósíalistar gætu komist aftur til valda í Bólivíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 10:25 Hermenn arka götur La Paz í Bólivíu í gær, daginn fyrir kjördag. Getty/Gaston Brito Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember. Bólivía Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember.
Bólivía Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira