Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 08:31 Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning, segjast ekki hafa brotið gegn sóttvarnareglum. EPA/PATRICK VAN KATWIJK Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira