Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 17:24 Æfingar og keppni barna og fullorðinna í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar jafnt innan húss og utan. Vísir/Hanna Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi nú ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október. Þær séu að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði. Áfram verða strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi í dag. Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi nú ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október. Þær séu að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði. Áfram verða strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi í dag. Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53