Það fer verkur að brjósti mínu og verkur að hjartarótum Emma Agneta skrifar 16. október 2020 14:30 Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar