Vara við grímum sem „veita litla sem enga vörn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 10:19 Umræddar grímur merktar fyrirtækinu 3M Chile S.A. Neytendastofa Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira