Niðurstöður úttektar á Tryggingastofnun öllum áfall Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 21:03 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Vísir Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins. Í ljós koma að 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 í úttekt Ríkisendurskoðunar sem greint var frá í gær. Bent var á að bæta þyrfti málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), segir niðurstöður Ríkisendurskoðunar vekja sterk viðbrögð í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. „Stofnun sem hefur verið talin vinna vel og vilja gera sem allra best fyrir þá sem þangað leita. Því er þessi úttekt áfall fyrir allra aðila málsins,“ segir þar. Athugasemdir við að núgildandi lög um lífeyri séu ógagnsæ og erfitt sé að vinna eftir þeim segir Þórunn að séu í anda þess sem LEB hafi bent á. Lögin sem voru sett árið 2017 hafi átt að einfalda kerfið en þau hafi þvert á móti verið til vandræða. „Lögin kveða á um að endurreikna þurfi greiðslur til fólks ef tekjuáætlanir þess eru ekki í fullkomnu samræmi við rauntekjur ársins. Að það þurfi að endurreikna um 90% af árstekjum þeirra sem fá greiðslur frá TR er grafalvarlegt mál og býður heim hættu á mistökum,“ segir Þórunn í yfirlýsingunni. Þá segir hún að kanna þurfi hvers vegna margir láti hjá líða að tilkynna stofnuninni um breyttar tekjur. Gagnrýnir hún að starf umboðsmanns lífeyrisþega sé enn ekki orðið að veruleika þrátt fyrir að TR hafi fengið fjárveitingu til þess undanfarin fjögur ár. „Nú þarf að bregðast hratt við og vinna að úrbótum svo að TR hljóti aftur fullt traust þeirra sem þangað sækja sína framfærslu,“ segir Þórunn. Tryggingar Stjórnsýsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48 90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Úrbóta er þörf til að byggja upp traust á Tryggingastofnun ríkisins eftir niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar. Formaður Landssambands eldri borgara segir niðurstöðurnar áfall fyrir alla en athugasemdir sem gerðar voru við störf stofnunarinnar séu í anda gagnrýni sambandsins. Í ljós koma að 90% lífeyrisþega fengu rangt greitt frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 í úttekt Ríkisendurskoðunar sem greint var frá í gær. Bent var á að bæta þyrfti málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), segir niðurstöður Ríkisendurskoðunar vekja sterk viðbrögð í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. „Stofnun sem hefur verið talin vinna vel og vilja gera sem allra best fyrir þá sem þangað leita. Því er þessi úttekt áfall fyrir allra aðila málsins,“ segir þar. Athugasemdir við að núgildandi lög um lífeyri séu ógagnsæ og erfitt sé að vinna eftir þeim segir Þórunn að séu í anda þess sem LEB hafi bent á. Lögin sem voru sett árið 2017 hafi átt að einfalda kerfið en þau hafi þvert á móti verið til vandræða. „Lögin kveða á um að endurreikna þurfi greiðslur til fólks ef tekjuáætlanir þess eru ekki í fullkomnu samræmi við rauntekjur ársins. Að það þurfi að endurreikna um 90% af árstekjum þeirra sem fá greiðslur frá TR er grafalvarlegt mál og býður heim hættu á mistökum,“ segir Þórunn í yfirlýsingunni. Þá segir hún að kanna þurfi hvers vegna margir láti hjá líða að tilkynna stofnuninni um breyttar tekjur. Gagnrýnir hún að starf umboðsmanns lífeyrisþega sé enn ekki orðið að veruleika þrátt fyrir að TR hafi fengið fjárveitingu til þess undanfarin fjögur ár. „Nú þarf að bregðast hratt við og vinna að úrbótum svo að TR hljóti aftur fullt traust þeirra sem þangað sækja sína framfærslu,“ segir Þórunn.
Tryggingar Stjórnsýsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48 90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. 14. október 2020 18:48
90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). 14. október 2020 16:53