Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 19:26 Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira