Komumst lítið áfram ef við ætlum að benda á hvert annað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 18:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um allt sem hefur gengið á hjá sambandinu síðan Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun með mótahald. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Klara: Komumst lítið áfram ef við ætlum að fara benda á hvort annað Þorgrímur fagnaði sigri Íslands á Rúmeníu vel og innilega að leik loknum. Gekk hann inn á völlinn og faðmaði mann og annan, þar á meðal fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Samt sem áður þurfti aðeins starfslið KSÍ að fara í sóttkví en enginn leikmaður. Nú hefur verið staðfest að Víðir Reynisson hefði ekki átt að gefa leyfi fyrir því að landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, gætu horft á leik Íslands og Belgíu innan úr einum af „glerbúrunum“ á Laugardalsvelli. „Það er alveg rétt að umræddur starfsmaður braut bæði nálægðarmörk og þær reglur sem eru gildandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar um grímuskyldu starfsmanna. Okkur þykir það ákaflega miður, við höfum reynt að minna hvort annað á að við þurfum að fylgja þessum reglum. Höfum reynt að minna okkur sjálf og aðildarfélögin á að taka þátt í leiknum. Því miður gekk það ekki eftir í þessu tilfelli og það er staðfest að þarna var um að brot að ræða,“ sagði Klara í viðtali við Gaupa fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Eru viðurlög við broti sem þessu hjá knattspyrnusambandi Evrópu? „Nei, ekki sem mér er kunnugt um. Þetta eru miklir doðrantar sem gilda um endurkomu leiksins. Ég held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að það séu ekki viðurlög innan UEFA um þetta. UEFA sendir sérstakan eftirlitsmann hingað til lands sem á að fylgjast með hversu vel við framfylgjum Covid-reglunum og það var búið að ganga mjög vel, og það gekk mjög vel að langflestu leyti. Við fengum mjög gott hrós fyrir framkvæmdina. Auðvitað var ýmislegt sem var erfitt, við vorum til að mynda með dómarana í klefum sem voru ekki með sturtum. Það var ýmislegt sem við þurftum að gera til að framkvæmdin myndi ganga upp og því miður var þetta eitt af því fá sem virðist hafa farið úrskeiðis hjá okkur.“ „Við höfum reynt að hlaupa ekki eftir því sem við höldum að sé að fara gerast heldur beðið eftir að fá staðfestar upplýsingar. Þess vegna er þetta kannski enn leiðinlegri uppákoma fyrir okkur en við erum öll mannleg og ég held að við höfum flest gert mistök í þessu. Gleymt okkur í nálægðarmörkum, grímuskyldu og öðru slíku. Við komumst lítið áfram ef við ætlum að fara að benda á hvert annað í þessari baráttu, við verðum að leggjast á eitt. Óvinurinn er veiran, hún er þessi óboðni vágestur sem því miður er hér út um allt,“ sagði Klara varðandi það hvernig KSÍ hefur reynt að tækla sín mál varðandi kórónuveiruna. Að lokum var Klara spurð út í mótahald KSÍ en mögulega þarf sambandið að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af. „Við reynum að afla okkur upplýsinga eins og við getum og vera á tánum. Við bíðum – eins og margir – eftir því hvað kemur í ljós á morgun [á upplýsingafundi Almannavarna]. Þá kemur vonandi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu og svo verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirra heimilda sem þar eru.“ „Ég öfunda ekki KSÍ af þeim ákvörðunum sem eru fram undan. Það eru engar góðar ákvarðanir, þær eru allar erfiðar fyrir einhverja. Það er ekkert létt í þessu en það standa allir frammi fyrir því sama,“ sagði Klara að lokum. Fótbolti KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um allt sem hefur gengið á hjá sambandinu síðan Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun með mótahald. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Klara: Komumst lítið áfram ef við ætlum að fara benda á hvort annað Þorgrímur fagnaði sigri Íslands á Rúmeníu vel og innilega að leik loknum. Gekk hann inn á völlinn og faðmaði mann og annan, þar á meðal fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Samt sem áður þurfti aðeins starfslið KSÍ að fara í sóttkví en enginn leikmaður. Nú hefur verið staðfest að Víðir Reynisson hefði ekki átt að gefa leyfi fyrir því að landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, gætu horft á leik Íslands og Belgíu innan úr einum af „glerbúrunum“ á Laugardalsvelli. „Það er alveg rétt að umræddur starfsmaður braut bæði nálægðarmörk og þær reglur sem eru gildandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar um grímuskyldu starfsmanna. Okkur þykir það ákaflega miður, við höfum reynt að minna hvort annað á að við þurfum að fylgja þessum reglum. Höfum reynt að minna okkur sjálf og aðildarfélögin á að taka þátt í leiknum. Því miður gekk það ekki eftir í þessu tilfelli og það er staðfest að þarna var um að brot að ræða,“ sagði Klara í viðtali við Gaupa fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Eru viðurlög við broti sem þessu hjá knattspyrnusambandi Evrópu? „Nei, ekki sem mér er kunnugt um. Þetta eru miklir doðrantar sem gilda um endurkomu leiksins. Ég held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að það séu ekki viðurlög innan UEFA um þetta. UEFA sendir sérstakan eftirlitsmann hingað til lands sem á að fylgjast með hversu vel við framfylgjum Covid-reglunum og það var búið að ganga mjög vel, og það gekk mjög vel að langflestu leyti. Við fengum mjög gott hrós fyrir framkvæmdina. Auðvitað var ýmislegt sem var erfitt, við vorum til að mynda með dómarana í klefum sem voru ekki með sturtum. Það var ýmislegt sem við þurftum að gera til að framkvæmdin myndi ganga upp og því miður var þetta eitt af því fá sem virðist hafa farið úrskeiðis hjá okkur.“ „Við höfum reynt að hlaupa ekki eftir því sem við höldum að sé að fara gerast heldur beðið eftir að fá staðfestar upplýsingar. Þess vegna er þetta kannski enn leiðinlegri uppákoma fyrir okkur en við erum öll mannleg og ég held að við höfum flest gert mistök í þessu. Gleymt okkur í nálægðarmörkum, grímuskyldu og öðru slíku. Við komumst lítið áfram ef við ætlum að fara að benda á hvert annað í þessari baráttu, við verðum að leggjast á eitt. Óvinurinn er veiran, hún er þessi óboðni vágestur sem því miður er hér út um allt,“ sagði Klara varðandi það hvernig KSÍ hefur reynt að tækla sín mál varðandi kórónuveiruna. Að lokum var Klara spurð út í mótahald KSÍ en mögulega þarf sambandið að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af. „Við reynum að afla okkur upplýsinga eins og við getum og vera á tánum. Við bíðum – eins og margir – eftir því hvað kemur í ljós á morgun [á upplýsingafundi Almannavarna]. Þá kemur vonandi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu og svo verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirra heimilda sem þar eru.“ „Ég öfunda ekki KSÍ af þeim ákvörðunum sem eru fram undan. Það eru engar góðar ákvarðanir, þær eru allar erfiðar fyrir einhverja. Það er ekkert létt í þessu en það standa allir frammi fyrir því sama,“ sagði Klara að lokum.
Fótbolti KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32
Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49