Össur sveittur við símann eftir að Pétur á Sögu gaf upp símanúmer hans Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 12:23 Össur segist ekki vita hvort meistari Pétur gaf upp símanúmer hans af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara. visir/vilhelm/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020 Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020
Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48