Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. október 2020 16:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. Sóttvarnalæknir bendir á að á Íslandi hafi verið gripið til talsvert vægari aðgerða en annars staðar. Vel þótti takast að kveða fyrstu bylgju faraldursins niður hér á landi, sem og í löndum á borð við Ástralíu, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Japan. Á tímabili í vor var nýgengi smita í öllum löndum nálægt núlli, samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Faraldurinn hefur hins vegar aftur sótt í sig veðrið hér á landi. Nýgengi kórónuveirusmita á Íslandi um þessar mundir er rétt tæplega 270. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun með virkt kórónuveirusmit í landinu og nú, eða 1.132 samkvæmt upplýsingum á Covid.is. Þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins voru 1.096 með virkt smit, þann 5. apríl. Skjáskot//Greiningartól Financial Times Hinum löndunum sem áður voru nefnd virðist hins vegar hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum nú á haustmánuðum, sem raunar teljast þó vormánuðir á suðurhveli jarðar. Bandaríski læknirinn og rithöfundurinn Eric Tolop vekur athygli á þessu á Twitter-reikningi sínum í gær og birtir þar graf sem fengið er með greiningartóli Financial Times. Grafið sýnir nýgengi smita á hverja milljón íbúa í Ástralíu, Víetnam, Japan, Suður-Kóreu, á Íslandi og Nýja-Sjálandi. „Þessi lönd brutu Covid á bak aftur, hrukku aftur í sama farið en öll nema eitt sigruðust aftur á faraldrinum,“ skrifar Tolop á Twitter-reikningi sínum, og vísar síðasta setningin til Íslands. These countries crushed covid, rebounded, and all but one crushed it again pic.twitter.com/oAKjzPzTPx— Eric Topol (@EricTopol) October 13, 2020 Inntur eftir skýringum á því að Ísland sé nú í verri stöðu en lönd sem náðu svipuðum árangri og við í baráttunni við fyrstu bylgju faraldursins bendir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á að aðgerðir á Íslandi hafi verið vægari en í umræddum löndum. „Þessi lönd, eins og til dæmis Nýja-Sjáland, hafa verið með miklu miklu harðari aðgerðir en við. Bæði á landamærunum, þar er gjörsamlega lokað, þannig að fólk hefur ekki komist inn nema að vera frá Nýja Sjálandi. Og þeir þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Þeir hafa líka verið með miklu harðari aðgerðir innanlands, þeir hafa verið með „lockdown“ hreinlega, fólk hefur ekki fengið að fara út þegar nokkur tilfelli hafa greinst. Þetta hafa verið miklu, miklu harðari aðgerðir í þessum löndum. Það er jú hægt að gera það ef menn vilja fara í svoleiðis aðgerðir en ég er ekki viss um að það sé vilji fyrir því hér,“ segir Þórólfur. 25 greindust með kórónuveiruna í Ástralíu síðasta sólarhringinn og 271 er með virkt smit í landinu öllu, samkvæmt opinberum tölum frá heilbrigðisráðuneyti landsins. 40 eru með virkt smit á Nýja-Sjálandi en aðeins einn greindist með veiruna síðasta sólarhringinn þar í landi. Þá greindust 84 með veiruna í Suður-Kóreu í gær og 1.421 eru í einangrun í landinu. Allir sem koma til landanna þriggja þurfa að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna, með örfáum undantekningum. Faraldur kórónuveiru virðist þó mjög víða sækja í sig veðrið, líkt og hann hefur gert á Íslandi undanfarnar vikur. Mörg Evrópuríki hafa gripið til harðari aðgerða vegna uppgangs veirunnar síðustu daga. Þannig verður stórum hluta samfélagsins lokað í Tékklandi næstu vikurnar en þar í landi er nýgengi smita hið mesta í heiminum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Nýja-Sjáland Ástralía Suður-Kórea Tengdar fréttir Aldrei fleiri verið í einangrun vegna Covid-19 hér á landi Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 1.132 í einangrun vegna Covid-19. 14. október 2020 11:08 88 greindust innanlands síðastliðinn sólarhring 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 43 ekki. 24 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. 14. október 2020 11:04 Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag. 13. október 2020 23:46 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. Sóttvarnalæknir bendir á að á Íslandi hafi verið gripið til talsvert vægari aðgerða en annars staðar. Vel þótti takast að kveða fyrstu bylgju faraldursins niður hér á landi, sem og í löndum á borð við Ástralíu, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Japan. Á tímabili í vor var nýgengi smita í öllum löndum nálægt núlli, samkvæmt tölum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Faraldurinn hefur hins vegar aftur sótt í sig veðrið hér á landi. Nýgengi kórónuveirusmita á Íslandi um þessar mundir er rétt tæplega 270. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun með virkt kórónuveirusmit í landinu og nú, eða 1.132 samkvæmt upplýsingum á Covid.is. Þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins voru 1.096 með virkt smit, þann 5. apríl. Skjáskot//Greiningartól Financial Times Hinum löndunum sem áður voru nefnd virðist hins vegar hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum nú á haustmánuðum, sem raunar teljast þó vormánuðir á suðurhveli jarðar. Bandaríski læknirinn og rithöfundurinn Eric Tolop vekur athygli á þessu á Twitter-reikningi sínum í gær og birtir þar graf sem fengið er með greiningartóli Financial Times. Grafið sýnir nýgengi smita á hverja milljón íbúa í Ástralíu, Víetnam, Japan, Suður-Kóreu, á Íslandi og Nýja-Sjálandi. „Þessi lönd brutu Covid á bak aftur, hrukku aftur í sama farið en öll nema eitt sigruðust aftur á faraldrinum,“ skrifar Tolop á Twitter-reikningi sínum, og vísar síðasta setningin til Íslands. These countries crushed covid, rebounded, and all but one crushed it again pic.twitter.com/oAKjzPzTPx— Eric Topol (@EricTopol) October 13, 2020 Inntur eftir skýringum á því að Ísland sé nú í verri stöðu en lönd sem náðu svipuðum árangri og við í baráttunni við fyrstu bylgju faraldursins bendir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á að aðgerðir á Íslandi hafi verið vægari en í umræddum löndum. „Þessi lönd, eins og til dæmis Nýja-Sjáland, hafa verið með miklu miklu harðari aðgerðir en við. Bæði á landamærunum, þar er gjörsamlega lokað, þannig að fólk hefur ekki komist inn nema að vera frá Nýja Sjálandi. Og þeir þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Þeir hafa líka verið með miklu harðari aðgerðir innanlands, þeir hafa verið með „lockdown“ hreinlega, fólk hefur ekki fengið að fara út þegar nokkur tilfelli hafa greinst. Þetta hafa verið miklu, miklu harðari aðgerðir í þessum löndum. Það er jú hægt að gera það ef menn vilja fara í svoleiðis aðgerðir en ég er ekki viss um að það sé vilji fyrir því hér,“ segir Þórólfur. 25 greindust með kórónuveiruna í Ástralíu síðasta sólarhringinn og 271 er með virkt smit í landinu öllu, samkvæmt opinberum tölum frá heilbrigðisráðuneyti landsins. 40 eru með virkt smit á Nýja-Sjálandi en aðeins einn greindist með veiruna síðasta sólarhringinn þar í landi. Þá greindust 84 með veiruna í Suður-Kóreu í gær og 1.421 eru í einangrun í landinu. Allir sem koma til landanna þriggja þurfa að sæta fjórtán daga sóttkví við komuna, með örfáum undantekningum. Faraldur kórónuveiru virðist þó mjög víða sækja í sig veðrið, líkt og hann hefur gert á Íslandi undanfarnar vikur. Mörg Evrópuríki hafa gripið til harðari aðgerða vegna uppgangs veirunnar síðustu daga. Þannig verður stórum hluta samfélagsins lokað í Tékklandi næstu vikurnar en þar í landi er nýgengi smita hið mesta í heiminum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Nýja-Sjáland Ástralía Suður-Kórea Tengdar fréttir Aldrei fleiri verið í einangrun vegna Covid-19 hér á landi Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 1.132 í einangrun vegna Covid-19. 14. október 2020 11:08 88 greindust innanlands síðastliðinn sólarhring 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 43 ekki. 24 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. 14. október 2020 11:04 Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag. 13. október 2020 23:46 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Aldrei fleiri verið í einangrun vegna Covid-19 hér á landi Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 1.132 í einangrun vegna Covid-19. 14. október 2020 11:08
88 greindust innanlands síðastliðinn sólarhring 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 43 ekki. 24 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. 14. október 2020 11:04
Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag. 13. október 2020 23:46