Gott gengi Færeyja heldur áfram | Lærisveinar Helga náðu aðeins jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 21:35 Færeyjar halda áfram að gera gott mót í Þjóðadeildinni. Gaston Szerman/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Alls fóru sjö leikir fram í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir utan leikina í A-deild þá ber helst að nefna sigur Færeyja á Andorra og markalaust jafntefli lærisveina Helga Kolviðssonar. Leikirnir í riðli 4 í A-deild voru eðlilega þeir sem augu flestra voru á. Lesa má nánar um 3-3 jafntefli Þýskalands og Sviss ásamt óvæntum sigri Úkraínu á Spáni í Kænugarði hér. Í riðli 1 í C-deild fóru tveir leikir fram, lauk þeim báðum með jafntefli. Aserbaídsjan og Kýpur gerðu markalaust jafntefli. Heldur meiri dramatík var í hinum leik riðilsins. Lúxemborg vann þá 2-1 útisigur á Svartfjallalandi. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og í uppbótartíma fengu þrír leikmenn reisupassann. Igor Ivanovic kom heimamönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Edvin Muratovic jafnaði fyrir gestina skömmu áður en flautað var til hálfleiks Það var svo Daniel Sinani sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki undir lok leiks. Í uppbótartíma sauð svo upp úr og fékk Marko Jankovic beint rautt spjald hjá Svartfellingum og sömu sögu er að segja af Oliver Thill í liði Lúxemborgar. Marko Simic fékk svo sitt annað gula spjald fyrir að rífast við dómarann og því enduðu Svartfellingar níu inn á vellinum á móti tíu leikmönnum Lúxemborgar. Í riðli 1 í D-deild unnu Færeyjar 2-0 heimasigur á Andorra þökk sé tvennu Klaemint Olsen í fyrri hálfleik. Hallur Hansson fékk gullið tækifæri til að tryggja Færeyjum sigurinn á 36. mínútu en hann brenndi þá af vítaspyrnu. Það kom ekki að sök og öruggur sigur Færeyja staðreynd. Í hinum leik riðilsins vann Malta 1-0 útisigur í Lettlandi. Færeyjar tróna á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir kemur Malta með fimm, Lettland þrjú og að lokum Andorra með tvö stig. Að lokum gerðu lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein markalaust jafntefi við San Marino. Liechtenstein hefur nú unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli en Gíbraltar er þriðja liðið í riðli 2 í D-deild.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. 13. október 2020 20:50